Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 54
B E R G M Á L --------------------------------- F E B R Ú A R
Samband yðar við stúlkuna, sem myndin er af, getur hafa verið
einungis hugrænt, barnslegt og saklaust. Yður virðist því, að þér
hafið ekkert að játa fyrir unnustu yðar. En vegur ástarinnar er
mjór og vandfarinn. Nútímafólk gerir kröfur til gagnkvæms frjáls-
lyndis í ástamálum. Sumt fólk verður þó alla ævi gamaldags og við-
kvæmt í þessum efnum, hversu róttækt sem það annars kann að
geta orðið á öðrum sviðum.
Hjón verða að uppfylla siðferðiskröfur hvors annars í yztu æsar,
ef vel á að fara. Þau verða að mætast í ást sinni af heilum hug,
jafnvel hugrenningasyndum, sem á mann sækja, verður að bægja
frá sér. Það er ekki hægt að lifa hjúskaparlífi án fórna. Þetta með
myndina eru í rauninni smámunir, ef að er gætt. Þar eð unnustu
yðar er myndin svona mikill þyrnir í augum, verðið þér að láta að
vilja hennar í þessu efni. Reynið að setja yður í hennar spor.
Hvernig þætti yður það t. d., ef hún léti í herbergi sínu hanga
mynd af ungum og myndarlegum pilti, og léti þess getið öðru
hvoru, yður til uppörfunar, hvílíkur ágætismaður þetta væri, að
hennar dómi? Myndi það nokkuð bæta úr skák, þótt hún hefði
sjálf tekið myndina og væri montin af hve vel það hefði lánazt?
Trúlofaður einu sinni enn.
Frá því ég var á þrettánda ári hef ég orðið að sjá fyrir mér sjálfur.
Þegar ég var 16 ára eignaðist ég fyrstu „kærustuna“. Hún var þrem
árum eldri en ég. Sú næsta var níu árum eldri. Nú er ég 27 ára
gamall og sú þriðja í röðinni er 29 ára.
Ég hef lengi hugsað svo, að konur væru hver annarri líkar.
Það skiptir því ekki svo ósköp miklu máli hverri maður giftist, geti
maður fellt sig við hana í sambúð og hjónabandið verði illinda-
lítið. En nú, þegar ég hef verið samvistum við þessa unnustu mína
í fimm ár, og heitið að giftast henni, er viðhorf mitt allt í einu
breytt. Nú er mig farið að dreyma um sérstaka konu, er ýmsum
kostum á að vera búin. Mynd hennar í huga mínum á ekkert sam-
eiginlegt með unnustu minni. Ég veit að bæði hún og aðstand-
endur hennar myndu taka það mjög nærri sér, ef ég yfirgæfi hana.
52