Bergmál - 01.02.1948, Síða 55
1 9 4 8 ----------------------------------------- B E R G M Á L
Ég er líka óviss um það hvort ég muni nokkurn tíma finna þá
konu, sem mér nú finnst að ég þrái.
Ég harma það, að hafa lifað því lífi, sem ég hef lifað og á mér
enga ósk heitari en þá, að geta byrjað að nýju líf mitt. En líklega
lief ég vaknað of seint til þess að geta höndlað hamingjuna.
Vesæll syndari.
S v a r :
Það er laglegt ástand að tarna, vesalingur. Þér hafið auðsýnilega
orðið fyrir þeirri reynslu, að framtakssamar og yður eldri konur
hafa klófest yður, áður en yður gæfist tími til að átta yður á lífinu
og þekkja sjálfan yður. Konur þær, sem þér hafið þekkt, hafa frekar
komið yður í móðurstað, en að þær hafi verið yður unnustur. Nú
eruð þér loks vaknaður til lífsins, en þá eruð þér, því miður, ekki
frjáls ferða yðar. En um sambandið við hina núverandi unnustu
yðar hlýtur margt fleira vera að segja en bréf yðar tjáir. Það er því
ógerningur fyrir ókunnuga að ráðleggja yður eitt eða annað.
Hið eina, sem ég get sagt yður er það, að saga yðar er ekkert
einsdæmi. Fæstir karlmenn vita fyrr en þeir eru komnir á yðar
aldur, hvernig sú kona á að vera, sem þeir óska að lifa samvistum
alla sína ævi. Mikinn sársauka og vandræði gætu karlmenn sparað
sér og öðrum, ef þeim gæti skilizt, að það er þeim sjálfum fyrir
beztu að fara gætilega í ástum, að það er varhugavert að binda sig
of snemma. Á yðar aldri eiga menn oft hamingjuríkari ár fram
undan en þau, sem eru að baki.
Hvaða stefnu, sem þér nú takið, — og hana verðið þér sjálfur að
ákveða — skuluð þér umfram allt horfast óhræddur í augu við
þann veruleika, er þér nú loks hafið uppgötvað. Sannleikurinn er
oft bitur á bragðið, en hann er hollari, en öll önnur læknislyf.
Hún er veikgeðja. — Hann er óþolinmóður.
Kæra Helena!
Ég mun því miður vera mjög ósjálfstæð að eðlisfari. Ég er veik-
geðja og þarfnast stöðugrar uppörfunar og samúðar. Mér hættir til
að fá þunglyndisköst og verða svo óánægð með sjálfa mig og tilver-
una, að ég hef allt á hornum mér, get oft ekki varizt gráti. Unnusti
minn er í stökustu vandræðum með mig, þegar þetta hleypur í mig.
53