Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 56
B E R G M Á L ------------------------------------- F E B R Ú A R
Þá er liann svo óþolinmóður og leiður á mér. En þegar ég er í góðu
skapi erum við ósegjanlega hamingjusöm saman.
Ég veit samt ekki nema réttast væri af mér að slíta trúlofun
okkar. Ég held að við eigum ekki skap saman. Við höfum þekkzt í
þrjú ár. En ég get ekki lagt trúnað á það, að unnusta mínum þyki
eins vænt um mig og liann segir. Það veldur kannske nokkru um
ógleði mína og þunglyndi, að mér leiðist í skrifstofunni, þar sem
ég vinn. Ef ég fengi starf, sem væri betur við mitt hæfi, fyndi ég
kannske meir til mín og þá kæmi meira jafnvægi á líf mitt.
Ranka.
S v a r :
Ekki hef ég mikla trú á því, að það réði úrslitum um líðan yðar,
ef þér skiptuð um starf, nema þá þér tækjuð að yður vinnu, sem
þér yrðuð að hafa allan hugann við, svo að yður gæfist minni tími
til þess að hugsa um sjálfa yður. Ég held nefnilega að aðalmeinið sé
það, að þér eruð of mikið upptekin af sjálfri yður og dálítið eigin-
gjarnari en hollt er. Þér eruð ein þeirra kvenna, sem gera sér leik
að því að stækka í eigin augum allt, sem miður fer og á móti blæs,
unz hinir ímynduðu erfiðleikar verða yður ofviða. Það er ekki nóg
með það, að þér leggið árar í bát og gefizt upp. f móðursjúkri ör-
væntingu og sjálfstyftun viljið þér einnig varpa frá yður því, sem
hamingjan hefur þrátt fyrir allt gefið yður.
Þér liafið meiri ástæðu, en flestir aðrir, til þess að vei'a ánægð.
Unnusti yðar ann yður, enda þótt þér gerið allt, sem í yðar valdi
stendur, til þess að gera honum lífið leitt. En ef þér hafið hugsað
yður að halda því áfram, að meta og mæla ástaratlot lians og þolin-
mæði, væri kannske mannúðlegast að lofa honum sem allra fyrst
að losna við yður.
En hvernig væri nú að hugsa heldur sem svo:
Hví skyldi ég ekki, sem er nú svona ósjálfstæð að upplagi og þurf-
andi fyrir samúð unnusta míns og uppörfun, gera allt, sem í mínu
valdi stendur, til þess að hann uni sér í návist minni og sé ham-
ingjusamur?
54