Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 59

Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 59
1 9 4 8 ------------------------------------------- B E R G M Á L annarri eins óþreyju og nú. Seinni hluta dagsins sagði hann við Sesselju: „Ég vona að þú farir nú að láta skynsemina ráða, því fyrr því betra“. „Svona gætir þú ávarpað bókarana", svaraði hún kalt. Þetta jók á vandræði hans. Hvað mundi verða um hjónaband, sem byrjaði með þessum hætti. Hann varð að sigrast á henni, annað var óhugsanlegt. En um kvöldið gerðist sama sagan aftur. Sesselja lokaði sig inni í gamla herberginu sínu og Karl gerði nokkrar árangurslausar til- raunir til að komast inn. Honunr datt í hug að sækja liamar og brjóta lásinn en þótti minnkun að slíku tiltæki. í þess stað barði hann að dyrum tengdaföður síns, gekk inn, fékk sér sæti og tók að hlæja. Reiði hans og blygðun fékk útrás í heimsku- legum, slitróttum hláturhviðum. Nú fannst honum þetta allt svo frámunalega vitlaust og hlægilegt. Aldrei hafði ltann grunað að hann mundi lenda í slíku. Þeir töluðust við um stund, síðan bauð Karl góða nótt og fór. Sesselja, sem heyrði mann sinn koma frá herbergi föður síns, varð ekki lítið vonsvikin þegar hann gekk fram hjá dyrum hennar án þess að reyna að opna. Hún hafði þó ætlað að velgja honum undir uggum í þetta sinn. Daginn eftir voru þjónustustúlkurnar glens- gjarnar fremur venju. Ráðskonan setti upp sakleysissvip og spurði ungu frúna hvernig henni líkaði að vera gift. „Það er yndislegt", svaraði hún, en baðst undan svona spurningum bæði nú og fram- vegis. Karl hafði leynda fyrirætlan. Tækifæri til að framkvæma hana fékk hann síðari hluta dagsins, meðan Sesselja var úti. Hann fór inn í herbergið hennar, tók lykilinn úr skráargatinu og lét þar annan, sem ekki gekk að skránni. Hann hló með sjálfum sér að þessu her- bragði. Um kvöldið höfðu þau gesti og voru lengur á fótum en venja var til. Þegar gestirnir voru farnir stóð Karl upp og gekk til dyranna. „Góða nótt, Sesselja“, sagði hann hljómlaust. „Viltu ekki kyssa mig?“ spurði hún lágt og blíðlega. Hann sneri sér við og stóð kyrr. Nokkur þögn. „Hvers vegna ætti ég að gera það?“ Hann sagði þetta áherzlulaust og án svipbreytinga. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.