Bergmál - 01.02.1948, Side 61
Skósurmn brennur
Framhaldssaga.
Allt í einu kastaði hún höfðinu aftur á bak og hló, fagra hárið
hennar féll beint niður. Þau sneru sér við þannig, að andlit hennar
sneri að glugganum, og úti í myrkrinu kæfði Davíð, á seinasta
augnabliki, niður í sér undrunaróp. Eitt augnablik sá hann beint
í augu hennar, það var eins og þau brostu til hans. Hann beygði
sig niður í snatri og með hjartað hamrandi í brjósti sér skjögraði
hann út á brún flekans. Með vatnið fast við fætur sér vogaði hann
að stanza. Honum var erfitt um andardrátt og hann starði í áttina
til íbúðarprammans gegnum myrkrið. Konan, sem hann elskaði,
Marie-Anna var þar alein í litla klefanum sínum og með sundur-
kramið hjarta og hún var kona St. Pierres.
En í káetunni á flekanum var einhver mesti þorpari, sem hann
hafði kynnzt, St. Pierre Boulain og hjá honum var Carmin Fanchet,
systir mannsins, sem hann hafði komið í gálgann, fús til faðmlaga.
XX. KAFLI.
Þessi óvænta uppgötvun kom Davíð alveg út úr jafnvægi. Sízt af
öllu hafði hann átt von á að sjá hið fagra andlit Carmin Fanchet
gegnum káetuglugga St. Pierres. Fyrstu áhrifin af þessari sjón voru
þau, að hann þaut frá glugganum. Gegn vilja sínum hafði hann
legið á gægjum, Jdví að ef þetta hefði verið Marie-Anna, hefði hún
auðvitað verið í sínum fulla rétti í örmum St. Pierres, og það hefði
verið skömm og smán fyrir hann, að vera á gægjum undir slíkum
59