Bergmál - 01.02.1948, Page 63

Bergmál - 01.02.1948, Page 63
1 9 4 8 --------------------------------------------- B E R G M Á L berjast á morgun og hugsunin um það fyllti hann næstum grófri gleði. Hann háttaði og sofnaði skjótt, en í draumum hans var það ekki Bateese, sem hann átti í höggi við, heldur St. Pierre Boulain. Hann vaknaði upp af drauminum. Sólin var ekki komin upp, en morgunroðinn boðaði komu hennar í austri. Hann klæddi sig hljóð- lega og með vandvirkni, en hlustaði jafnframt eftir hvort Marie- Anna væri vöknuð hinum megin við þilið. Ef svo væri, hlaut hún að liafa mjög hljótt um sig. Handan við ána heyrði hann menn syngja og gegnum gluggann sá hann reykinn frá fyrstu bátunum liðast upp yfir trjátoppunum. Bateese opnaði dyrnar fyrir honum og færði honum morgun- verð, og hálftíma seinna kom hann til að taka af borðinu. Davíð beið óþolinmóður eftir því að bardaginn byrjaði. Hann óttaðist ekki úrslitin og hver taug og vöðvi í kropp hans var reiðu- búin til bardaga. Hann var fullur sjálfstrausts. Klukkan var átta þegar einn af bátsmönnunum kom til að spyrja hann hvort hann væri tilbúinn. Davíð fór strax með honum. Hann var búinn að gleyma keskni þeirra Bateese hvors við annan. Hann hugsaði um annað. Hann fór með manninum í smábát og þeir stefndu til strandarinnar fyrir handan. Flekinn virtist alveg yfirgefinn, en litlu neðar hafði hópur manna safnazt saman á lágum og flötum árbakkanum. Davíð þótti vænt um að þeir voru svona kyrrlátir. Hann nefndi þetta við manninn, sem fylgdi honum, en hann yppti öxlum og brosti gleið- gosalega. „Það er eftir skipun St. Pierres“, svaraði hann, „hann segir að það sé ekki venja að hafa í framrni háreysti við jarðarfarir og þetta verður áreiðanlega meiri jarðarför hr. minn“. „Ég skil“, svaraði Davíð. Honum þótti spaugið ekki sérlega smekklegt og brosti ekki. Hann horfði um stund á áhorfendurna. Risavaxinn maður kom allt í einu í ljós í hópnum, það var St. Pi- erre. Á eftir honum kom Bateese. Hann var nakinn niður að beltis- stað og neðan hnés. Handleggir hans voru eins og á gorillaapa og vöðvarnir á hinum gilda kropp hans líktust útskornum mahogni- klumpum í morgunsólinni. Hann virtist hafa krafta á við björn, 61

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.