Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 2
Bergmál þakkar öllum lesendum sínum og við-
skiptavinum fyrir samskiptin á árinu, og óskar öll-
um gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Nokkrir stúdentasöngvar
Það liggur svo makalaust ljómandi á
mér,
mér líkar svo vel hvernig heimurinn
er,
mér sýnist allt lífið svo Ijómandi bjart
og langar að segja svo dæmalaust
margt.
Það skilst varla hjá mér eitt einasta
orð
mér allt sýnist hringsnúast stólar og
borð.
Minn hattur er týndur og horfið mitt
úr.
Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.
Samt líð ég hér áfram í indælis ró,
í algleymis dillandi löngunarfró.
Já, þetta’ er nú algleymi, ef algleymi
er til,
því ekkert ég man eða veit eða skil.
Ég labbaði’ inn á Laugaveg um dag-
inn,
ljúfri mætti’ ég og heilsaði snót.
„Var hún lag'leg?" „Var hún stór?“
„Var hún holdug? Jeríór."
Hún var sívöl sem hálfflaska af bjór.
Og ég heilsaði ’enni rétt sisosum sona:
„Sælar verið þér, fröken mín góð.“
Henni að mér óðar vatt,
ofan tók minn brennivíns hatt,
fóðrið úr honum í þessu datt.
Af því varð ég óttalega sneyptur,
en hún mælti, mitt sívala fljóð,
yndisleg í anda og sál:
„Ef þig vantar spotta og nál,
skal ég hjálpa; ég held það sé mál.“
Þá sá ég, að þetta var hún Gunna,
þvegin, strokin, með nýfengið sjal.
Hættir sagan hér og dvín;
hattinn legg ég inn til þín.
Það var hvort sem er þjónustan mín.