Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 21

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 21
1952 vissulega í hættu; en guð er miskunnsamur!“ „Ég á að deyja, ég á að deyja.“ Og henni virtist létta við þetta, svipur hennar varð svo glaður. Ég varð ugg- andi. „Verið óhræddir, verið óhræddir! Ég óttast dauðann alls ekki.“ Hún settist allt í einu upp og studdi sig fram á handlegg sinn. „Nu ... já, nú get ég sagt yður, að ég er yður innilega þakklát ... að þér eruð svo vænn og góður ... að ég elska yður!“ Ég horfi á hana eins og bergnuminn. Þetta var hræði- leg raun fyrir mig eins og þú getur skilið. „Heyrið þér það, ég elska yður!“ „Alexandra Andr- eyevna, hvernig get ég verð- skuldað —.“ „Nei, nei, þér skilj- ið ekki, þér skiljið mig ekki.“ — Og allt í einu teygði hún fram handleggina og tók höfuð mitt í hendur sér og kyssti mig ... Þú getur nærri, það munaði minnstu, að ég hljóðaði. Ég kast- aði mér á knén og grúfði andlit- ið í koddann. Hún talaði ekki; fingur hennar fóru titrandi um hár mitt; ég legg við hlustirnar, hún grætur. Ég fór að hugga hana, telja um fyrir henni ... Ég veit í rauninni ekki, hvað ég sagði við hana. „Þér vekið vinnustúlkuna,“ segi ég. „Alex- andra Andreyevna, ég held, að --------------- BergmAl þér ... trúið mér ... verið róleg- ar.“ „Hættið, hættið,“ sagði hún áköf. „Iiugsið ekki um þau, leyfum þeim að vakna; leyfum þeim að koma inn ... það skipt- ir engu máli; ég er að deyja, skiljið þér það ... Og við hvað eruð þér hræddir? Hví eruð þér hræddir? Lyftið höfðinu ... Eða, kannske elskið þér mig ekki, ef til vill missýnist mér ... Ef svo er, fyrirgefið mér.“ „Al- exandra Andreyevna, hvað er- uð þér að segja! ... Ég elska yð- ur, Alexandra Andreyevna.“ Hún horfði í augu mér og breiddi út faðminn móti mér. „Takið mig þá í faðminn.“ Satt að segja, skil ég ekki enn, að ég skyldi ekki tapa vitinu þessa nótt. Ég fann, að sjúklingur minn lagði líf sitt í hættu. Ég veit, að hún er ekki með sjálfri sér; ég veit líka, að hún hefði ekki ljáð mér hugsun, ef hún hefði ekki talið sig vera dauð- vona, og, hvað sem hver esgir, þá er sárt að deyja á tvítugu, án þess nokkurn tíman að hafa þekkt ástina; það var þetta, sem kvaldi hana; og þess vegna var það, að hún leitaði til mín í ör- væntingu sinni ... skiljið þér nú? En hún þrýsti mér að sér og vildi ekki sleppa mér. „Sýnið mér linkind, Alexandra Andr- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.