Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 18
B E R G M Á L
dæmis var mér full ljóst, að
Alexandra Andreyevna — en
svo hét hún — elskaði mig ekki,
en virti mig hins vegar nokkurs
eða öllu heldur bar vinarhug til
mín. Og þótt hún hafi ef til vill
ekki skilið þessa kennd,sjálf, þá
að minnsta kosti bar framkoma
hennar þessu glöggt vitni. Þú
getur sjálfur gert þér þetta allt
í hugarlund. En,“ bætti lækn-
irinn við, sem hafði þulið þess-
ar sundurlausu setningar með
andköfum og mjög vandræða-
lega, „ég er víst kominn úr fyr-
ir efnið — þú getur varla sett
þig í mín spor ... En nú skal ég
taka upp þráðinn aftur og halda
mér við hann.“
Hann lauk við tebollann og
hóf máls aftur með rólegri
röddu:
„Jæja, þá. Sjúklingnum fór
dagversnandi. Þú ert ekki lækn-
ir og getur þess vegna tæplega
rennt grun í, hvað gerist hið
innra með þeim, sem finnur að
veikindin eru að sigra. —
Hvað verður um trú hans á
sjálfum sér? Menn verða allt í
einu svo hjálparvana; það er ó-
lýsanlegt. Og þá finnst læknin-
um hann hafa gleymt öllu, sem
hann kunni áður og að sjúkling-
urinn sé hættur að treysta hon-
um og að fólk hljóti að sjá, hve
-------------- Desember
vanmegnugur hann er og lýsi
þess vegna sjúkdómseinkenn-
unum með tregðu; að það
sé horft á hann með tor-
tryggni og það sé hvísl-
að ... Það er hryllilegt! Það
hlýtur að vera til eitthvert ráð,
hugsar hann með sér, ráð við
þessum sjúkdómi, ef það aðeins
væri mögulegt að muna eftir
því. Ætli það sé ekki þet.ta?
Hann reynir — nei, það bregzt!
Hann bíður ekki, þangað til
meðalið er farið að virka ...
Hann reynir eitt meðal, og svo
annað. Stundum reynir hann að
fletta í lækningabók — og þarna
kemur það, hugsar hann! Og
stundum, það veit guð, velur
hann aðferð af handahófi og fel-
ur sig forsjóninni á vald ... En
svo er sjúklingurinn kominn í
dauðann og ef til vill hefði ann-
ar læknir getað bjargað honum.
„Ég verð að ráðfæra mig við
aðra lækna,“ segir hann. „Ég
vil ekki bera ábyrgðina á þessu
einn.“ Og hvílíkur rati sýnist
hann ekki vera, þegar hann seg-
ir slíka hluti! En svo lærist hon-
um að taka þessu með ró. Það
skiptir engu máli til eða frá.
Sjúklingur deyr — en það er
ekki honum að kenna; hann fór
með hann eftir reglunum. En
það, sem er honum enn meiri
16