Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 15

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 15
1952 ------------------------ við sjálfan mig, „við þessu er ekkkert að gera; skyldan fram- ar öllu.“ Ég gríp það nauðsyn- legasta með mér og legg af stað. Og geturðu hugsað þér? Það mátti engu muna, að mér yfir- leitt auðnaðist að komast þang- að. Vegurinn var engu líkur: lækir, snjór, grafningar, og svo hafði stíflan sprungið — og það var það allra versta! En samt sem áður komst ég að lokum alla leið. Þetta var lágreist hús með stráþaki. Það var ljós í gluggunum; það sýndi, að mín var vænzt. Gömul kona kom á móti mér, mjög virðuleg og með húfu. „Bjargið henni,“ segir hún, „hún er að deyja.“ Ég segi: „Góða frú, örvæntið ekki — hvar er sjúklingurinn?“ „Gjör- ið svo vel, þessa leið.“ Ég finn hreinlegt, lítið herbergi og það er lampi úti í horni; í rúm- inu var stúlka, um tvítugt, með- vitundarlaus. Hún hafði mikinn hita og andardrátturinn var þungur — það var hitasótt. Þarna voru tvær aðrar stúlkur, systur hennar, hræddar og hálf- grátandi. „í gær,“ sögðu þær mér, „var hún vel frísk og hafði góða mat- arlyst; í morgun kvartaði hún um höfuðverk og í kvöld, allt í einu, er komið svona, sjáið þér.“ Ég ----------------- BergmAl segi við þær enn: „Verið hug- hraustar í hamingju bænum.“ Það er skylda læknisins, eins og þú veizt — og ég fór og tók henni blóð, sagði þeim að setja henni sinneps-plástur og skrif- aði upp á meðal. Á meðan virti ég hana fyrir mér, ég horfði á hana og — og ... þvílíkt! Ann- að eins andlit hefi ég aldrei séð! — hún var draumfögur í einu orði sagt! Ég kenndi sárrar meðaumkunar með henni. Svona fallegt andlit, þessi augu! ... En fyrir guðs hjálp hægði henni; hún svitnaði, virtist átta sig, leit í kringum sig, brosti og strauk handleggnum yfir and- litið ... Systur hennar lutu yf- ir hana. Þær spyrja: „Hvernig líður þér?“ „Vel,“ segir hún og snýr sér undan. Ég gái að henni; hún var sofnuð. „Jæja,“ segi ég, „nú er bezt að láta sjúklinginn einan.“ Svo læddumst við öll út á tánum; aðeins vinnustúlka var skilin eftir, ef hún þyrfti einhvers með. í stofunni stóð tekanna á borðinu, og romm- flaska; nauðsynlegur hlutur fyrir menn í minni stöðu. Þau gáfu mér te og buðu mér að vera um nóttina ... Ég þá það, því hvert gat ég líka farið á þessum tíma sólarhrings? Gamla konan hætti ekki að barma sér. „Hvað 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.