Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 59

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 59
1952 B E RG M A I „Það er ekkert það til, sem peningar geta ekki áorkað, góða mín. Ef beitt er réttum aðferðum, þá er hægt að lækna yður af eitur- lyfjaástríðunni, á nokkrum vikum, og nú vil ég stinga upp á því, að þér komið með okkur á morgun, sem gestur minn og ferðafélagi Cynthiu. Ég mun sjá um, að sérfróður læknir í Bandaríkjunum stundi yður.“ Þetta göfugmannlega tilboð var eins og að drukknandi manni hefði verið rétt hjálparhönd. Var henni óhætt að byggja á þessu? Eða var þetta einn af þeim óskadraumum, sem eiturlyfið skapaði í heila hennar, til þess að kvelja hana? Lækning myndi verða til þess, að hún gæti snúið til Jim á ný — höndlað þá gæfu, sem henni hafði boðist. Hin sterka þrá hennar eftir frelsi frá þeim fjötrum, sem nú héldu henni í helj- argreipum, lýsti svo greinilega úr tárvotum augum hennar, að herra Darlow tók það sem samþykki af hennar hálfu. „Við ökum niður til Southampton á morgun. Og, ég vonast eftir yður hingað eigi síðar en um hádegi. Komið með farangur yðar með yður, og látið mig svo um allt annað.“ Hún ætlaði að fara að votta honum þakklæti sitt, en hann greip fram í fyrir henni: „Þakklætisskuld mín við yður, er svo mikil, að ég mun aldrei geta greitt hana að fullu. Eruð þér vissar um, að enginn geti hindrað yður í bví að koma?“ „Það fær enginn að vita af því,“ hálf-hvíslaði hún. „Ég verð kom- in hingað um hádegi.“ Hin nýfædda von hennar, virtist hleypa í hana nýjum þrótti. Með því að bjarga Cynthiu Darlow, var hún jafnframt að bjarga sjálfri sér. I kvöld varð hún að fara í Speglasalinn eins og venju- lega, því að Richard Orme myndi fara að grennslast um hana, ef hún mætti ekki, en — fyrst varð hún að hitta Jim. Hún varð að gera honum það ljóst, að hún hefði verið veik, og væri að fara á brott, til að leita sér lækningar — og að framtíð þeirra, ef hann var ennþá fús til að byggja hana upp með henni, var undir því komin hvernig lækningin heppnaðist og þau yrðu því að bíða þar til hún væri viss um að hún hefði læknast. Jim hafði sagt upp íbúðinni, sem hann hafði ætlað þeim tveim, þegar hún hafði brugðist á síðustu stundu, og leigði ennþá gamla 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.