Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 19

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 19
1 9 52 ------------------------- raun, er þegar honum er treyst skilyrðislaust og finnur þó glögglega, að hann er alls ófær að bjarga nokkru. Það var ein- mitt þess konar trúnaðartraust, sem öll fjölskiylda Alexöndru Andreyevnu sýndi mér. Þau höfðu gleymt því, að hún var hættulega veik. Og ég líka, að mínu leyti, fullvissa þau um, að ekkert sé að óttast, en samt nag- ar kvíðinn sál mína. Og til að auka enn á vandræðín, voru vegirnir í þvílíku ásigkomulagi, að ekillinn var stundum heilan dag að ná meðölum frá þorpinu. Og ég vék aldrei frá hlið sjúkl- ingsins, ég gat ekki slitið mig burt; ég segi henni sögur og spila við hana. Ég vaki yfir henni á næturnar. — Gamla mamma hennar þakkar mér með tárin í augunum, en ég hugsa með sjálfum mér: JÉg verð- skulda ekki þakklæti yðar.“ Og ég skal játa það hreinskilnis- lega — það er engin ástæða að halda því lengur leyndu fyrir þér — að ég elskaði sjúkling minn. Og Alexöndru Andrey- evnu gazt orðið vel að mér; stundum leyfði hún engum að vera inni í herberginu nema mér. Hún fór að tala við mig, spyrja mig spurninga hvar ég hefði lært, hvernig ég byggi, -------------- Bergmál hverjir ættingjar mínir væru og hvaða kunningja ég ætti. Ég vissi, að hún mátti ekki tala, en að banna henni það — að banna henni það svo hrifi, þú skilur mig — það gat ég ekki. Stund- um greip ég um höfuð mér og spurði sjálfan mig: „Hvað ert þú nú að gera, bófi?“ ... Og svo þrýstir hún hönd mína og horf- ir á mig, horfir lengi og snýr sér svo undan, stynur og segir: „En hvað þú ert góður!“ Augu hennar gljáðu af sótthita, voru stór og dreymandi ... „Já,“ seg- ir hún, „þú ert góður við mig; þú ert ekki eins og nágrannar okkar ... Nei, þú ert ekkert lík- ur þeim ... Hvers vegna hitt- umst við ekki fyrr en nú!“ „Alexandra Andreyevna, vertu róleg,“ segi ég ... „Ég skil ekki, trúðu mér, hvernig ég hefi ... en vertu nú róleg ... Allt verð- ur gott, þú verður frísk aftur.“ „En hér verð ég að skjóta því inn í,“ sagði læknirinn og beygði sig áfram og lyfti brúnum, „að þau umgengust nágranna sína mjög lítið, af því að þeir fátækari stóðu þeim langt að baki í menn- ingu og stolt þeirra var of mik- ið, til að þau umgengust hina efnáðri. Þau voru óvenjulega siðmenntuð, það er heilagur sannleikur, og þess vegna féll 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.