Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 6

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 6
Bergmál -------------------- í fyrsta skipti. Já, og í það skipti var nú reyndar ekki mikið að sjá, því að Monika var þá ná- kvæmlega eins árs gömul og við karlmennirnir sjáum ekki mikið við eins árs stúlkubarn, að minnsta kosti ekki þegar við er- um tuttugu og tveggja. Er við höfðum borðað jóla- matinn sagði frú Sonja, að ég mætti ganga með sér upp í svefnherbergið og líta á Mon- iku. Hún lá í vöggunni sinni og beit í aðra stórutána á sér, og það er nokkuð, sem hún gæti áreiðanlega ekki gert nú. Ég starði á Moniku og Monika starði á mig. Við uppgötvuðum eiginlega hvort annað. Henni virtist ég víst vera skrítinn ná- ungi, því að hún horfði á mig stórum undrandi augum. Svo tók móðir hennar hana upp úr vöggunni og sagði mér, að halda á henni á meðan hún lagaði um hana. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hélt Moniku. í fangi mínu og strax á þessum aldri kom hún mér á óvart. Henni líkaði auð- sjáanlega illa að vera rifin þannig upp og þess vegna vætti hún mig allan, en síðan fór hún að há-gráta. „Það er auðséð, að þú kannt alls ekki að umgangast konur,“ ----------------- Desember sagði faðir hennar. „Það verður að fara mjög varlega að þeim, fyrst í stað.“ Ég fór allur hjá mér, er ég reyndi að þerra fötin mín með vasaklút, þainnig er maður á þessum aldri. Þetta voru sem sagt fyrstu kynni mín af Mon- iku. Næst bar fundum okkar sam- an tíu árum síðar. Þá var ég orðinn þrjátíu og tveggja ára og Monika ellefu. Einnig í þetta skipti störðum við með undr- unarsvip hvort á annað. Monika var allra laglegasta telpa með hörgult hár og falleg blá augu. Hún var fremur grannvaxin og því rengluleg og svo kallaði hún mig frænda. Manni finnst mað- ur vera orðin skrambi gamall, þegar farið er að kalla mann frænda aðeins þrjátíu og tveggja. Ég tók á mig jólasveinsgerfi til að reyna að skemmta henni, en það mistókst herfilega. „Þessi jólasveina-siður er heimskulegur," sagði hún þegar ég kom inn. „Já, en þetta er „alvöru“-jóla- sveinn,“ sagði pabbi hennar. „Það er bara fullorðna fólkið, sem trúir á slíkt,“ sagði Monika. „Tja, þessi nútíma æska,“. sagði ég og leit á móður Mon- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.