Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 54
Bergmál
hjálparhella, Gísli,“ sagði hann,
„þá gætir þú tekið að þér að
verða yfirdælu-meistari hér á
staðnum.“
Gísli ljómaði af ánægju. Þetta
leit ekki sem verst út, loksins
virtist vera not fyrir hann.
„Það þarf að dæla öllu vatni
til hússins frá lindinni uppi í
holtinu, dælan er í sambandi
við tanka uppi á loftinu,“ sagði
Georg. „Komdu með mér út í
dæluskúrinn og ég skal sýna
þér gripinn. En til þess að
tryggja okkur nóg vatn til af-
nota yfir daginn, þarf að dæla
um tvö hundruð slög fyrir há-
degi og annað eins síðdegis.“
„Þetta vil ég, með mestu á-
---------------- Desember
nægju taka að mér,“ sagði Gísli
brosandi.
„Þetta er fjandans erfiði og ef
þú treystir þér til að taka þetta
að þér, þá munum við alveg
losa þig við allt annað vafstur,"
sagði Georg með áherzlu.
Alla vikuna gladdist Gísli yf-
ir því að mega hamast við að
dæla, bæði árdegis og síðdegis.
Nú fannst honum, að hann
leggja til þá hjálp, sem honum
bæri, og minntist ekki á, að fá
að gera neitt annað.
En auðvitað sagði Georg hon-
um aldrei frá því, að allt vatn
til hússins kom frá vatnsveit-
unni í þorpinu og þessi dæla
hafði ekki verið í sambandi við
neina tanka í síðast liðin tvö ár.
Ég er hraustur, ég er veikur,
ég er hryggur, glaður þó;
ég er óhræddur, ég er smeykur,
ég er snauður, ríkur nóg.
Ég elska gjörvalt, allt þó hata
allt ég veit og neitt ei skil;
öllu bjarga og öllu glata,
á augna-bliki sama’ ég vil.
Ég er fús og ég er trauður,
ég ber glaður votan hvarm,
ég er lífs og ég er dauður,
ég er sæll og bý við harm.
i
Ég er óður, ég er hægur,
ég kýs allt og ekkert vil;
ég um alla jörð er frægur,
ég hef aldrei verið til.
í lífi og dauða meðan má
munninn væta’ á stútnum,
í sorg og gleði sýp ég á
sextán potta kútnum.
„Þótt hann rigni’ og þótt ég digni,
og þótt hann lygni aldrei meir,“
frafh skal stauta blauta brautu,
buga þraut, unz fjörið deyr.
52