Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 10

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 10
Bergmál ---------------------- gert, þótt ég sé hrifin af þér. Ég var afbrýðissöm fyrir fjórtán árum síðan, þegar þú vildir losna við mig til þess að geta verið einn með mömmu.“ Ég stóð grafkyrr og horfði á hana. „Lízt þér ekkert vel á mig,“ spurði hún skyndilega. „Ég ræð mér sjálf,“ hún hló, „mér finnst ég hafa beðið — alltof lengi — eftir þessu augnabliki.“ Ég gat ekki stillt mig um að kyssa hana. Var hún ekki full- vaxta kona, sem réði sér sjálf? — Jú, vissulega. Ef maður hefir æft sig við eitt- hvað sérstakt, þá veitist manni það létt. Ég hafði æfingu í því --------------- Desember að halda á Moniku í fanginu og leggja hana út af. • Snemma um morguninn sagði Monika: „Mikið er ég fegin, að þú skyldir koma í tíma, frændi.“ „Hvað áttu við?“ „Ég ætla að giftast Cedner lækni eftir mánaðartíma.“ Hún lauk við að klæða sig, beygði sig niður að mér, þar sem ég lá í rúminu og kyssti mig. „Bless, frændi.“ Hún var farin. Daginn eftir fór ég úr borg- inni. En á hverjum einustu jól- um verður mér hugsað til Mon- iku, sem þeirrar konu er mest hefir komið mér á óvart um æf- ina. Tveir veiðimenn veðjuðu um það, hvor þeirra yrði fyrri að veiða fyrsta laxinn. í ákafanum datt annar þeirra fram af árbakkanum. Þá kallaði hinn til hans. „Ef þú ætlar að kafa eftir fyrsta laxinum, þá afturkalla ég veð- málið." ★ Anna litla, fimm ára gömul var að hugsa um framtíðina og ákvað að spyrja mömmu sína ráða. „Ef ég gifti mig. Eignast ég þá mann eins og hann pabba?“ „Já, góða mín,“ svaraði mamman. „En ef ég gifti mig ekki, verð ég þá eins og Guðrún frænka?“ „Já, góða mín,“ svaraði mamman ennþá. Þá sagði sú litla: „Ja, þetta eru ljótu, bannsett vandræðin." ★ Aurinn og leðjan á þjóðvegunum í síðasta stríði var oft ótrúlega mikill. Eitt sinn var Amerískur hermaður á ferð í jeppa um mjög blautan veg í Belgíu, þá ók hann fram á einn kunn- ingja sinn og stóðu aðeins höfuðið og herðarnar upp úr aurleðjunni: „Halló," kallaði sá, sem var í jeppanum, „viltu ekki sitja í hjá mér?“ „Nei, þakka þér fyrir,“ hrópaði hinn, sem var á kafi í aurleðjunni, „ég er líka í jeppa." 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.