Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 10
Bergmál ----------------------
gert, þótt ég sé hrifin af þér. Ég
var afbrýðissöm fyrir fjórtán
árum síðan, þegar þú vildir losna
við mig til þess að geta verið
einn með mömmu.“
Ég stóð grafkyrr og horfði á
hana.
„Lízt þér ekkert vel á mig,“
spurði hún skyndilega. „Ég ræð
mér sjálf,“ hún hló, „mér finnst
ég hafa beðið — alltof lengi —
eftir þessu augnabliki.“
Ég gat ekki stillt mig um að
kyssa hana. Var hún ekki full-
vaxta kona, sem réði sér sjálf?
— Jú, vissulega.
Ef maður hefir æft sig við eitt-
hvað sérstakt, þá veitist manni
það létt. Ég hafði æfingu í því
--------------- Desember
að halda á Moniku í fanginu og
leggja hana út af.
• Snemma um morguninn sagði
Monika:
„Mikið er ég fegin, að þú
skyldir koma í tíma, frændi.“
„Hvað áttu við?“
„Ég ætla að giftast Cedner
lækni eftir mánaðartíma.“ Hún
lauk við að klæða sig, beygði
sig niður að mér, þar sem ég lá
í rúminu og kyssti mig.
„Bless, frændi.“
Hún var farin.
Daginn eftir fór ég úr borg-
inni. En á hverjum einustu jól-
um verður mér hugsað til Mon-
iku, sem þeirrar konu er mest
hefir komið mér á óvart um æf-
ina.
Tveir veiðimenn veðjuðu um það,
hvor þeirra yrði fyrri að veiða fyrsta
laxinn. í ákafanum datt annar þeirra
fram af árbakkanum. Þá kallaði hinn
til hans. „Ef þú ætlar að kafa eftir
fyrsta laxinum, þá afturkalla ég veð-
málið."
★
Anna litla, fimm ára gömul var að
hugsa um framtíðina og ákvað að
spyrja mömmu sína ráða. „Ef ég gifti
mig. Eignast ég þá mann eins og hann
pabba?“
„Já, góða mín,“ svaraði mamman.
„En ef ég gifti mig ekki, verð ég þá
eins og Guðrún frænka?“
„Já, góða mín,“ svaraði mamman
ennþá.
Þá sagði sú litla: „Ja, þetta eru ljótu,
bannsett vandræðin."
★
Aurinn og leðjan á þjóðvegunum í
síðasta stríði var oft ótrúlega mikill.
Eitt sinn var Amerískur hermaður á
ferð í jeppa um mjög blautan veg í
Belgíu, þá ók hann fram á einn kunn-
ingja sinn og stóðu aðeins höfuðið og
herðarnar upp úr aurleðjunni: „Halló,"
kallaði sá, sem var í jeppanum, „viltu
ekki sitja í hjá mér?“
„Nei, þakka þér fyrir,“ hrópaði hinn,
sem var á kafi í aurleðjunni, „ég er
líka í jeppa."
8