Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 12
Desember
Bergmál ----------------------
einu sinni að segja Manga frá
stórum fiski, sem hann var næst-
um búinn að veiða. „Álíka stór
og meðalhvalur, var það ekki,“
rpurði Mangi ísmeygilega.
„Ég hafði hval fyrir beitu,“
svaraði Jói.
Þessa sögu er ekkert sérlega
auðvelt að segja. Ykkur kann
að furða á því. Sagan er alls
ekki sem verst og lítur vel út á
prenti. Söguhetjurnar þekkja
allir og fiskisögur eru fremur
vinsælar.
En hvað er þá að? Endahnút-
ur sögunnar eða lykillinn að
henni felst í síðustu setning-
unni: „Ég hafði hval fyrir
beitu.“ Sagan nær hámarki sínu
þarna og miðast öll við þessa
setningu. En varastu að hafa
eftirmála — ekki stakt orð í
viðbót. Þetta virðist í fljótu
bragði ekki nein vísindi, en það
eru þessi smáatriði, sem skilja
milli góðra og leiðinlegra sögu-
manna.
5. Vertu ekki allt of hrifinn af
sjálfum þér. Þú átt að njóta
þess að segja söguna, en þú
mátt ekki skellihlæja að þinni
eigin fyndni, hvorki eftir né áð-
ur en þú segir hana. Og segðu
aldrei — ALDREI — sögur, þar
sem þú ert sjálf(ur) hetjan. Þú
mátt ekki hafa betur en hinn
náunginn, ekki fara með sigur
af hólmi. Það skiptir engu,
hversu sakleysislega þú laum-
ar þessu inn í söguna, það verð-
ur óðar farið að stinga saman
nefjum um þig og tala um þenn-
an, sem sé að segja frægðarsög-
ur af sjálfum sér. Og það verður
þér áreiðanlega lífstíðarstarf,
að fá menn ofan af þessari skoð-
un ef þú stígur slíkt víxlspor.
6. Lærðu söguna, svo að þú
kunnir hana. Það er e. t. v. ekki
nauðsynlegt að læra hana frá
orði til orðs, en þú ættir að
leggja hana vel niður fyrir þér
oft og mörgum sinum, áður en
þú „ýtir úr vör“. Þetta er nauð-
synlegt til þess að geta sagt
söguna reiprennandi og með
réttum áherzlum. Og hér eins
og ævinlega, þegar maður þarf
að koma fram sem ræðumað-
ur, margborgar sig að vera vel
og rækilega þjálfaður og undir-
búinn.
Maður nokkur var á heimleið að
næturlagi, allvel hífaður og mætti
öðrum svipuðum í Austurstræti.
„Heyrðu vinur,“ sagði sá, sem var
á heimleið. „Veiztu hvað klukkan er.“
„Já,“ svaraði hinn.
„Þakka þér kærlega fyrir," sagði
sá fyrrnefndi og hélt áfram heim á
leið.
10