Bergmál - 01.12.1952, Síða 6

Bergmál - 01.12.1952, Síða 6
Bergmál -------------------- í fyrsta skipti. Já, og í það skipti var nú reyndar ekki mikið að sjá, því að Monika var þá ná- kvæmlega eins árs gömul og við karlmennirnir sjáum ekki mikið við eins árs stúlkubarn, að minnsta kosti ekki þegar við er- um tuttugu og tveggja. Er við höfðum borðað jóla- matinn sagði frú Sonja, að ég mætti ganga með sér upp í svefnherbergið og líta á Mon- iku. Hún lá í vöggunni sinni og beit í aðra stórutána á sér, og það er nokkuð, sem hún gæti áreiðanlega ekki gert nú. Ég starði á Moniku og Monika starði á mig. Við uppgötvuðum eiginlega hvort annað. Henni virtist ég víst vera skrítinn ná- ungi, því að hún horfði á mig stórum undrandi augum. Svo tók móðir hennar hana upp úr vöggunni og sagði mér, að halda á henni á meðan hún lagaði um hana. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hélt Moniku. í fangi mínu og strax á þessum aldri kom hún mér á óvart. Henni líkaði auð- sjáanlega illa að vera rifin þannig upp og þess vegna vætti hún mig allan, en síðan fór hún að há-gráta. „Það er auðséð, að þú kannt alls ekki að umgangast konur,“ ----------------- Desember sagði faðir hennar. „Það verður að fara mjög varlega að þeim, fyrst í stað.“ Ég fór allur hjá mér, er ég reyndi að þerra fötin mín með vasaklút, þainnig er maður á þessum aldri. Þetta voru sem sagt fyrstu kynni mín af Mon- iku. Næst bar fundum okkar sam- an tíu árum síðar. Þá var ég orðinn þrjátíu og tveggja ára og Monika ellefu. Einnig í þetta skipti störðum við með undr- unarsvip hvort á annað. Monika var allra laglegasta telpa með hörgult hár og falleg blá augu. Hún var fremur grannvaxin og því rengluleg og svo kallaði hún mig frænda. Manni finnst mað- ur vera orðin skrambi gamall, þegar farið er að kalla mann frænda aðeins þrjátíu og tveggja. Ég tók á mig jólasveinsgerfi til að reyna að skemmta henni, en það mistókst herfilega. „Þessi jólasveina-siður er heimskulegur," sagði hún þegar ég kom inn. „Já, en þetta er „alvöru“-jóla- sveinn,“ sagði pabbi hennar. „Það er bara fullorðna fólkið, sem trúir á slíkt,“ sagði Monika. „Tja, þessi nútíma æska,“. sagði ég og leit á móður Mon- 4

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.