Bergmál - 01.12.1952, Síða 59

Bergmál - 01.12.1952, Síða 59
1952 B E RG M A I „Það er ekkert það til, sem peningar geta ekki áorkað, góða mín. Ef beitt er réttum aðferðum, þá er hægt að lækna yður af eitur- lyfjaástríðunni, á nokkrum vikum, og nú vil ég stinga upp á því, að þér komið með okkur á morgun, sem gestur minn og ferðafélagi Cynthiu. Ég mun sjá um, að sérfróður læknir í Bandaríkjunum stundi yður.“ Þetta göfugmannlega tilboð var eins og að drukknandi manni hefði verið rétt hjálparhönd. Var henni óhætt að byggja á þessu? Eða var þetta einn af þeim óskadraumum, sem eiturlyfið skapaði í heila hennar, til þess að kvelja hana? Lækning myndi verða til þess, að hún gæti snúið til Jim á ný — höndlað þá gæfu, sem henni hafði boðist. Hin sterka þrá hennar eftir frelsi frá þeim fjötrum, sem nú héldu henni í helj- argreipum, lýsti svo greinilega úr tárvotum augum hennar, að herra Darlow tók það sem samþykki af hennar hálfu. „Við ökum niður til Southampton á morgun. Og, ég vonast eftir yður hingað eigi síðar en um hádegi. Komið með farangur yðar með yður, og látið mig svo um allt annað.“ Hún ætlaði að fara að votta honum þakklæti sitt, en hann greip fram í fyrir henni: „Þakklætisskuld mín við yður, er svo mikil, að ég mun aldrei geta greitt hana að fullu. Eruð þér vissar um, að enginn geti hindrað yður í bví að koma?“ „Það fær enginn að vita af því,“ hálf-hvíslaði hún. „Ég verð kom- in hingað um hádegi.“ Hin nýfædda von hennar, virtist hleypa í hana nýjum þrótti. Með því að bjarga Cynthiu Darlow, var hún jafnframt að bjarga sjálfri sér. I kvöld varð hún að fara í Speglasalinn eins og venju- lega, því að Richard Orme myndi fara að grennslast um hana, ef hún mætti ekki, en — fyrst varð hún að hitta Jim. Hún varð að gera honum það ljóst, að hún hefði verið veik, og væri að fara á brott, til að leita sér lækningar — og að framtíð þeirra, ef hann var ennþá fús til að byggja hana upp með henni, var undir því komin hvernig lækningin heppnaðist og þau yrðu því að bíða þar til hún væri viss um að hún hefði læknast. Jim hafði sagt upp íbúðinni, sem hann hafði ætlað þeim tveim, þegar hún hafði brugðist á síðustu stundu, og leigði ennþá gamla 57

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.