Bergmál - 01.12.1952, Page 15
1952 ------------------------
við sjálfan mig, „við þessu er
ekkkert að gera; skyldan fram-
ar öllu.“ Ég gríp það nauðsyn-
legasta með mér og legg af stað.
Og geturðu hugsað þér? Það
mátti engu muna, að mér yfir-
leitt auðnaðist að komast þang-
að. Vegurinn var engu líkur:
lækir, snjór, grafningar, og svo
hafði stíflan sprungið — og það
var það allra versta! En samt
sem áður komst ég að lokum
alla leið. Þetta var lágreist hús
með stráþaki. Það var ljós í
gluggunum; það sýndi, að mín
var vænzt. Gömul kona kom á
móti mér, mjög virðuleg og með
húfu. „Bjargið henni,“ segir hún,
„hún er að deyja.“ Ég segi:
„Góða frú, örvæntið ekki —
hvar er sjúklingurinn?“ „Gjör-
ið svo vel, þessa leið.“ Ég finn
hreinlegt, lítið herbergi og
það er lampi úti í horni; í rúm-
inu var stúlka, um tvítugt, með-
vitundarlaus. Hún hafði mikinn
hita og andardrátturinn var
þungur — það var hitasótt.
Þarna voru tvær aðrar stúlkur,
systur hennar, hræddar og hálf-
grátandi.
„í gær,“ sögðu þær mér, „var
hún vel frísk og hafði góða mat-
arlyst; í morgun kvartaði hún um
höfuðverk og í kvöld, allt í einu,
er komið svona, sjáið þér.“ Ég
----------------- BergmAl
segi við þær enn: „Verið hug-
hraustar í hamingju bænum.“
Það er skylda læknisins, eins og
þú veizt — og ég fór og tók
henni blóð, sagði þeim að setja
henni sinneps-plástur og skrif-
aði upp á meðal. Á meðan virti
ég hana fyrir mér, ég horfði á
hana og — og ... þvílíkt! Ann-
að eins andlit hefi ég aldrei séð!
— hún var draumfögur í einu
orði sagt! Ég kenndi sárrar
meðaumkunar með henni. Svona
fallegt andlit, þessi augu! ...
En fyrir guðs hjálp hægði
henni; hún svitnaði, virtist átta
sig, leit í kringum sig, brosti og
strauk handleggnum yfir and-
litið ... Systur hennar lutu yf-
ir hana. Þær spyrja: „Hvernig
líður þér?“ „Vel,“ segir hún og
snýr sér undan. Ég gái að henni;
hún var sofnuð. „Jæja,“ segi ég,
„nú er bezt að láta sjúklinginn
einan.“ Svo læddumst við öll
út á tánum; aðeins vinnustúlka
var skilin eftir, ef hún þyrfti
einhvers með. í stofunni stóð
tekanna á borðinu, og romm-
flaska; nauðsynlegur hlutur
fyrir menn í minni stöðu. Þau
gáfu mér te og buðu mér að vera
um nóttina ... Ég þá það, því
hvert gat ég líka farið á þessum
tíma sólarhrings? Gamla konan
hætti ekki að barma sér. „Hvað
13