Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 7

Bergmál - 01.12.1952, Blaðsíða 7
1952 iku, sem mér fannst ótrúlega falleg. Hún var ljóshærð og blá- eyg og ungleg. Stuttu síðar þurfti faðir Mon- iku að bregða sér að heiman og vitja sjúklinga sinna. Hann var spítalalæknir. Ég settist þá við hliðina á frú Sonju í sófann og Monika settist gegnt okkur á stól og horfði á okkur. „Þú ættir að fara að hátta, Monika mín,“ sagði mamma hennar. „Ég er ekki syfjuð,“ sagði Monika. „Það er orðið framorðið,“ sagði mamma hennar. „Pabbi sagði að ég mætti vera á fótum þangað til hann kæmi heim,“ svaraði Monika ákveðin. í það skipti leizt mér ekkert vel á Moniku. Mér leizt miklu bet- ur á móður hennar. Ég vissi, að mamma Moniku þurfti ýmislegt að segja mér. Og ég átti margt ótalað við hana, en auðvitað gátum við ekkert sagt á meðan Monika var nærstödd. Að lokum sofnaði hún í stóln- um og ég bar hana í fanginu upp í herbergi hennar. Þegar ég lagði hana út af í rúmið opnaði hún augun, hún var þá samt glaðvakandi. „En hvað það er dásamlegt að láta bera sig í fanginu,“ sagði ----------------- Bekgmál hún. Ég starði undrandi á hana. Hún kom mér sannarlega á ó- vart. „Ég er miklu léttari heldur en mamma,“ sagði hún og horfði glettnislega á mig. Ég sagði Sonju frá þessu þeg- ar ég kom aftur niður í stofuna. „Ég er stundum alveg undr- andi á henni,“ sagði hún. Andartaki síðar kom faðir Moniku heim. Það liðu fjórtán ár áður en ég sá Moniku næst. Ég hafði dvalið utanlands allan þennan tíma og aðeins skrifað vinum mínum endrum og eins, eins og gengur. Ég hringdi til Walt- ers Symre vinar míns jafnskjótt og ég hafði komið mér fyrir í gistihúsi, og bauð hann mér strax í heimsókn eins og vant var. Þetta var á jóladag. Ég kom fremur seint í heimboðið og þegar ég kom var húsið fullt af gestum. Það var mest allt ungt fólk, svo að mér fannst ég vera hálfgerður öldungur, enda þótt ég væri aðeins fjörutíu og sex. Það var verið að dansa, er ég kom. Walter og Sonja hafa ekkert breytzt hugsaði ég. Ef til vill var Walter svolítið þreytulegur, en það er ekki ó- algengt um lækna. Ég heilsaði 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.