Bergmál - 01.12.1952, Síða 9

Bergmál - 01.12.1952, Síða 9
1 952 '------------------------ hlæja. „Þú hefir afburða gott minni.“ Hún strauk með bendifingri yfir kinnina á mér. „Þú vildir losna við mig þá,“ sagði hún. „Ekki minnist ég þess,“ svar- aði ég. „O — þú manst það víst. Pabbi fór á spítalann og þú sazt við hliðina á mömmu í sófanum.“ „Nú — og hvað svo?“ Hún pírði með augunum. „Hvað skyldi hafa gerzt, ef ég hefði hlýtt því að fara strax í rúmið þá?“ hálf-hvíslaði Mon- ika. Grammófónninn þagnaði. Ég starði á haan. „Uss, þú ættir að blygðast þín, Monika,“ sagði ég og leiddi hana að borði með vist- um og drykkjarföngum, „nú ætla ég að fara og spjalla við pabba þinn.“ Ég fór úr boðinu um tólfleytið og bað þau Walter og Sonju að skila kveðju til Moniku, til þess að þurfa ekki að trufla unga fólkið á dansgólfinu. Ég ók í bíl til gistihússins míns og á leið- inni hugsaði ég um Moniku. Hún hafði ávalt komið mér á óvart hingað til, en í þetta skipti hafði ég snúið á hana, með því að læð- ast svona á brott. Upp á hverju ----------------- Bergmál skyldi hún annars hafa tekið í kvöld? ... Þegar ég kom inn í herbergi mitt í gistihúsinu brá mér heldur en ekki í brún. Mon- ika sat í hægindastólnum út við gluggann og reykti cigarettu. „Undrandi?“ spurði hún. „Hvernig komst þú hingað?“ „Kom í bíl. Ég sá þegar þú stakkst af og fékk einn af þess- um unglingsbjálfum til að aka mér hingað. Dyravörðurinn hérna virðist mjög skilnings- góður náungi.“ „Hvað vilt þú hingað?“ Hún stóð á fætur, gekk alveg að mér og horfði glettnislega í augu mér. Svo hló hún. „Ég vil vera hér í nótt,“ sagði hún. Ég blátt áfram hrökk í kút, er hún sagði þetta. Ég vissi, að hún myndi koma mér á óvart, en þetta kom alveg flatt upp á mig. „Þú — þú ættir að skammast þín, Monika." Varir hennar voru aðeins nokkra centimetra frá andliti mínu, hún andaði þungt. „Já, kannski — kannski ætti ég að gera það — en ég geri það ekki.“ „Það væri réttast að ég tæki þig og hýddi þig,“ sagði ég og stundi. „Þú mátt gera það — ef þú vilt — en ég get ekkert að því 7

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.