Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 20

Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 20
\ / Bergmál ------------------- * mér líka mjög vel við þau. Hún vildi ekki, að neinn nema ég gæfi henni meðölin ... hún reisti sig í rúminu, veslings stúlkan, og tók meðölin úr hendi minni með minni hjálp og svö starði hún á mig ... Hjartæmitt var komið að því að bresta, fannst mér. Og svo versnaði henni stöðugt — stöðugt. Hún deyr,, hugsaði ég; hún hlýtur að deyja. En trúðu mér, ég vildi heldur sjálfur hafa látið grafa mig, og svo voru þær systur hennar og móðir og horfðu á mig ... og traust þeirra á mér fór dvínandi. „Jæja, hvernig líður henni?“ „Ó, ágætlega, á- gætlega!“ Já, vissulega ágæt- lega! Ég var hugstola. Og nótt eina sat ég aleinn yfir sjúklingi mínum. Vinnustúlkan var þar að vísu líka og hraut eins og hún ætti lífið að leysa. En ég gat ekki álasað veslings stúlkunni, hún var dauðþreytt eins og ég. Alex- öndru Andreyevnu hafði liðið mjög illa þetta kvöld, hún hafði mikinn hita. Hún bylti sér á allar hliðar fram að miðnætti; loksins virtist hún sofna; að minnsta kosti lá hún hreyfing- arlaus, lampinn logaði glatt framan við Kristsmyndina í horninu. Ég sat hjá henni og hvíldi höfuðið í höndum mér, ég -------------Desember dottaði meira að segja annað slagið. Allt í einu fannst mér einhver koma við mig. Ég sneri mér við ... Guð minn góður, Alexandra Andreyevna starði á mig galopnum augunum ... var- ir hennar voru opnar og augu hennar brunnu. ,;Hvað er að?“ „Læknir, er ég að deyja?“ „Guð sé oss næstur!“ Nei, læknir, nei, segið mér ekki að ég muni lifa ... segið það ekki ... Ef þér vissuð ... Hlustið þér á mig, í guðanna bænum, leynið mig engu,“ og hún tók andköf. „Ef ég fæ að vita með vissu, að ég muni deyja ... Þá skal ég segja yður allt — allt!“ „Alexandra Andreyevnaj, ég grátbæni yð- ur, talið ekki svo!“ „Takið eft- ir; ég hefi alls ekki sofið ... Ég hefi horft lengi á yður ... í guðs bænum! ... Ég treysti yður, þér eruð góður maður, heiðarlegur maður; ég sárbæni yður í nafni alls þess, sem heilagt er í þess- um heimi — segið mér sannleik- ann! Ef þér vissuð, hve miklu það skiptir mig! ... Læknir, segið mér það í guðanna bæn- um ... Er ég í lífshættu?“ „Hvað get ég sagt yður, Alexandra Anndreyevna?" „Ég bið yður í guðs bænum!“ „Ég get ekki far- ið á bak við yður,“ segi ég, „Al- exandra Andreyevna, þér eruð 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.