Bergmál - 01.12.1952, Qupperneq 42
Bergmál --------------------
Þessi guðsþjónusta hafði gefið
mér nýtt andlegt jafnvægi. Ég
fann það, að hér eftir væri ná-
kvæmlega sama hvað fyrir mig
kæmi, ég myjndi samt aldrei
geta gleymt jólakvöldinu aust-
ur í Kína árið 1944. Þótt ég væri
langt frá öllum ástvinum mín-
um, hafði ég þó lifað jólakvöld,
sem ætíð myndi standa mér ljós-
lega fyrir hugskotssjónum á
meðan ég lifði.
Ég blygðaðist mín fyrri það,
að fyrr um kvöldið hafði ég ver-
ið að vorkenna sjálfum mér. Nú
fann ég að ég þurfti ekkert jóla-
tré, engin jólaljós og ekki einu
sinni sérstakan jólamat að heim-
an. Jólin eru sú stund, er við
eigum að gefa, fremur en þiggja.
Og mér hafði verið gefin dýr-
mæt og eftirminnileg gjöf af 16
litlum kínverskum börnum.
Hvað gætum við gert, til þess
að veita þeim jólagleði? Hvern-
ig gætum við fært þeim varan-
leg andleg verðmæti í jólagjöf?
Enda þótt engin gjöf, hversu
sérstæð sem hún yrði, gæti
nokkru sinni endurgoldið þess-
um börnum hin dásamlegu jól,
sem þau höfðu af heilum hug
gefið okkur.
Vegna þess, að frá því augna-
bliki er litli drengurinn hafði
verið að því kominn að ganga
--------------- Desember
fram af leiksviðinu í þessu
hrjúfa og óvistlega samkomu-
húsi, hafði okkur verið það ljóst,
að öll þessi 16 Kínversku böm
voru stein-blind.
★
Verksmiðjueigandinn gerði boð fyr-
ir framkvæmdastjóra sinn og spurði:
„Heyrðu, Benny! Hefir þú nokkurn
tíma daðrað við hana Dísu, einkarit-
arann minn, eftir vinnutíma á kvöld-
in?“
„Ekki get ég neitað því, að það hafi
komið fyrir,“ svaraði Benny.
„Jæja, góði minn, þakka þér fyrir,
þú mátt fara.“ Þessu næst gerði verk-
smiðjueigandinn boð fyrir fulltrúa
sinn og lagði sömu spurninguna fyr-
ir hann.
„Já, víst hefir það komið fyrir,“
svaraði fulltrúinn, sem síðan var send-
ur aftur til starfs síns með þakklæti
fyrir upplýsingarnar.
Nú gerði verksmiðjueigandinn boð
fyrir gjaldkerann og spurði:
„Hefir þú nokurn tíma daðrað við
hana Dísu, einkaritarann minn, eft-
ir vinnutíma á kvöldin?"
„Nei, aldrei, ég hefi aldrei getað séð
neitt við hana,“ svaraði gjaldkerinn.
„Mikið er ég feginn," sagði verk-
smiðjueigandinn. „Þú ert einmitt mað-
urinn, sem mig vantaði. — Farðu nú
inn til Dísu fyrir mig og segðu henni
upp starfinu, frá og með deginum í
dag."
★
Engum finnst hann eins sjálfkjör-
inn til að hæðast að skynsömu fólki,
eins og heimskingjanum.
40