Bergmál - 01.12.1952, Side 50
Desember
B E R G M k L ------------------------
Reynið að hafa áhuga fyrir öðru fólki
— og setja yður inn í vandamál ann-
arra. Reynið að verða öðrum stoð og
stytta með lausn á vandamálum
þeirra og sýnið þeim einlæga vináttu.
Með slíkri framkomu ásamt hinum
sérstæða persónuleika, sem þér eruð
gæddar og lesa má út úr bréfi yðar, þá
er engin hætta á öðru en að þér mun-
uð verða aðnjótandi þeirrar ástar og
skilnings er þér þráið og jafnframt fá
tækifæri til að reisa yðar eigið heim-
ili og ala manni yðar börn.
Bréf frá annarri ungri stúlku:
Ég er nýbyrjuð að stúdera í Háskól-
anum og hefi alltaf verið hneigð fyr-
ir að umgangast menntafólk. Þjóðfé-
lagsaðstæður og líf þeirra, sem mennt-
ast hafa er mér mjög mikils virði og
Háskólalífið á hug minn allan eins og
er.
En ég skrifa þér vegna þess, að ég
er trúlofuð ungum, myndarlegum
manni, sem ekki hefir hlotið neina
menntun. Hann vinnur hjá bygginga-
fyrirtæki, en hefir auk þess mikinn á-
huga fyrir og nokkra þekkingu á út-
varpi og viðtækjagerð. Ég er hrifin
af honum að mörgu leyti, en ég veit
ekki hvort ég elska hann, ég er hrædd
um, að við verðum sitt á hvorri þjóð-
félagshillu í lífinu. Ég hefi alltaf þráð
að ná betri lifskjörum en ég hefi al-
ist upp við og foreldrar mínir eru mjög
á sömu skoðun. Ég er mjög hrifin af
sumum strákunum í Háskólanum, en
ég get ekki fundið nein ráð til að slíta
trúlofun minni. Unnusti minn vill ekki
taka á móti hringnum, enda þótt ég
hafi oft fengið honum hann. Heldur
þú, að það séu nokkrar líkur til þess,
að ég geti hætt að hugsa um persónu-
legan áhuga minn á því að komast „á-
fram“ í lífinu og geti lært að elska
mann, sem ég er bara hrifin af, þótt
hann elski mig og vilji allt gera til
að gera mig hamingjusama? Verð ég
ekki að skilja hug minn svo, að há-
skólinn og áhugi minn á menntun sé
mér meira virði, heldur en þessi ungi
maður? Hann vill að við giftum okk-
ur í vor, eins og eitt sinn var ákveðið.
Hvað á ég að gera?“
SVAR:
Ég vil fyrst og fremst taka það fram,
að þér þekkið sjálfa yður ekki ennþá
og vitið alls ekki hvað þér viljið og af
þeirri ástæðu einni ættuð þér ekki að
láta yður detta í hug að gifta yður
fyrst um sinn.
Háskólanám — hversu æskilegt sem
það annars er, — er engin trygging
hvorki fyrir menningu, velgengni —
né jafnvel menntun. Slíkt er eingöngu
undir hverjum einstaklingi komið, og
ég hika ekki við að nefna það, að í
bréfi yðar, sem ég birti útdrátt úr
hér að framan, voru allmargar ritvill-
ur. Margir þeirra manna í voru þjóð-
félagi, sem mestir eru taldir og beztir,
hafa aldrei í háskóla komið, þeir eru
sjálfmenntaðir, svo að það er engin
ástæða til þess fyrir yður að leggja
unnusta yðar það út til lasts, þótt
hann hafi aldrei „stúderað" í silfur-
bergs-skrýddum kastala eða höll.
Hæfni hans, ákveðin lyndiseinkunn
og dugur hafa lang mest að segja.
Nú, sem stendur, eruð þér óeðli-
lega uppveðruð af hinu ný-byrjaða
Háskólanámi yðar. Þér ættuð að bíða
og sjá til, hvort nýja-brumið fær ekki
48