Bergmál - 01.12.1952, Side 56

Bergmál - 01.12.1952, Side 56
Bergmál --------------------- eru engar líkur til þess, að t. d. tvo kennara langi til að tala saman — miklu líklegra, að það séu síðustu mennirnir, sem langar til að vera saman. Það eru venjulega þeir, sem þig sízt grunar, sem hafa mest gaman að tala saman. Flestar eldri konur langar til dæmis mest til að vera í nágrenni við „jórtur- gæjana“ og coca-cola drykkju- mennina. Leyfðu gestunum að vera þar, sem þeir eru og fara þangað, sem tilviljunin setur þá. Ein ástæða af mörgum til þess að fólk fer yfirleitt 1 heimboð er sú, að það hittir þar ólíklegustu mann- tegundir. 3. Hafðu aldrei alveg nóg á boðstólum, hvorki af matföng- um eða víni. Ef fólk drekkur of mikið hneigist það til að haga sér eins og flón og þá færðu ó- afturkallanlegan og óyfirstígan- legan viðbjóð á því um aldur --------------- Desember og ævi. Auk þess verða menn syfjaðir og slappir af að drekka of mikið og svo gæti farið, að helmingur gestanna lægi „dauð- ir“ í valnum, þegar þú ætlar að fara að kveðja. Gestir eru því aðeins skemmtilegir og vakandi, ef þeir fá aldrei nógu mikið af mat og drykk. 4. Gættu þess vel, að gestirn- ir geti hvergi fundið sér sæti. Láttu þá standa og sveima um kring, en ekki setjast niður. Á móti hverju meinum sem situr er hæfilegt, að a. m. k. þrír standi. Og ef nauðsyn krefur, skaltu koma stólunum þínum í geymslu hjá nágrannanum, ef þú hefir of marga. — Jæja, finnst ykkur þetta nokkuð yfirtak flókið? Og það merkilegasta af öllu er ,að ég er ekki að gera að gamni mínu, þetta er allt heilagur sannleik- ur. — Og það hrífur! Látum oss biðja: blessist vor iðja, blindfullir allir vér séum í kvöld, höldum nú ræður, rennum út bræður á smáskammta-lækningum leið er vor öld. Landsjóður þiggur þú að sért dyggur þegn, sem að borgar þín brennivíns- gjöld. Varhug gjalda, horfi halda, hitta valda braut um leir; þótt han rigni og þótt ég digni, þá mun lygna síðarmeir. 54

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.