Bergmál - 01.12.1952, Page 58
Framlialdssagan:
SÍMASTÚLKAN
Skáldsaga eftir Ray Bentinck
bæta. Nema, ef þér elskið dóttur yðar, þá ættuð þér að forða henni
í tíma frá freistingunni. Ég veit vel hvað ég er að tala um. Ég hefi
sjálf fundið smjörþefinn af því. Verið þér sælir.“
„Bíðið andartak!“ Darlow stöðvaði hana á leið hennar til dyr-
anna. „Ég bið yður velvirðingar á því, að ég minntist á greiðslu. —
Ég þykist nú sjá, að þér gerið þetta Cynthiu vegna, og algjörlega
í óeigingjörnum tilgangi. Ég mun taka aðvöruh yðar til greina. — Á
morgun mun ég taka mér far með Queen Elisabeth til New York og
ég mun taka Cynthiu með mér.“
„Það er margt, sem getur gerzt áður en morgundagurinn rennur
upp,“ sagði Binnie.
„Það er engin hætta á því, að það gerist nokkuð, vegna þess, að
þér hafið aðvarað mig,“ svaraði hann, alvarlegur á svip. „Ég veit
ekki hvar þér hafið kynnst Cynthiu, og ég ætla ekki að krefja yð-
ur sagna, en ég get fullyrt það, að þér munuð ekki sjá hana þar
framar.“
„Þá hefi ég náð tilganginum með komu minni hingað.“
Binnie bjó sig aftur til að fara, en Andrew Darlow tók undir
handlegg hennar og leiddi hana að skrifborði sínu.
„Og hvað um yður?“ sagði hann. „Það þarf ekki mikið hugmynda-
flug til að geta sér til um, á hvaða braut þér hafið lent, braut, sem
jafnframt hefði orðið hlutskipti dóttur minnar, ef yðar hefði ekki
notið við. Ég vil, að þér leyfið mér að hjálpa yður.“
„Þér getið ekkert fyrir mig gert,“ sagði Binnie, í hálfum hljóð-
um.
56