Bergmál - 01.12.1952, Síða 60

Bergmál - 01.12.1952, Síða 60
Bergmál ----------------------------------------- Desember herbergið sitt. — Gleðin og eftirvæntingin, ástin og umhyggjan, sem skein úr augum hans, er hann opnaði dyrnar fyrir henni, hafði næstum komið henni til að gleyma áformi sínu og varpa sér í fang hans. „Binnie! Þú ert komin aftur —“ „Viltu gera það fyrir mig, Jim, að lofa mér að tala út, áður en þú segir nokkuð,“ sagði hún, biðjandi. „Ég kom aðeins til að segja þér það, að ég hefi verið veik, og mér er sjálfri um að kenna. Nú er ég að fara í burtu til þess að reyna að ná jafnvssgi á ný. Ég fer af landi burt í nokkrar vikur, eða ef til vill nokkra mánuði, og —“ —hún missti vald á rödd sinni — „ef þú getur ennþá látið þér þykja vænt um mig, eftir allt, sem ég hefi gert til að særa þig — Jim — elsku vinur minn, viltu þá bíða mín?“ Hundruð spurninga brunnu á vörum hans, en náfölt andlit henn- ar og óeðlilegur gljái í augum hennar, kom honum til að stilla sig um að spyrja nokkurs. Ef hann tæki eitt rangt skref, myndi hún skelfast og fara fyrir fullt og allt. „Ég mun bíða þín,“ sagði hann viðkvæmnislega. „Ég ætla ekki að spyrja þig neins, Binnie. Ég ætla að treysta þér í blindni, treysta því, að þú komir aftur til mín.“ „í þetta skipti mun ég ekki bregðast þér,“ hvíslaði hún, alvar- leg á svip. „Það er enginn annar karlmaður í spilinu, og verður aldrei annar. Ég sagði þér ósatt, þegar ég sagði það,“ Andartak hikaði hún, en svo bauð hún honum varir sínar. Henni fannst streyma um æðar sér óumræðileg hlýja, er hann þrýsti henni að sér og kyssti hana. „Segðu Sue, að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur framar, mín vegna,“ hvíslaði hún, við vanga hans. Hún losaði sig úr faðmi hans og andartaki síðar var hún farin. 8. KAFLI. Litla rauða hylkið. Bjartur og hlýr sólargeisli, sem féll í andlit hennar vakti Binnie af þungum, óeðlilegum svefni. Skyndilegur ótti greip hana, er hún — 58 — C

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.