Bergmál - 01.12.1952, Page 65

Bergmál - 01.12.1952, Page 65
1952 B E R G M Á L hægt var að fá, ásamt dýrustu vínföngum. Orme kom að borðinu til þeirra og brosti gestgjafabrosi sínu. „Ég vona að yður líði vel, herra Philip Everett. Ég sé, að þér eruð í góðum félagsskap.“ „Viljið þér ekki setjast og snæða með okkur kvöldverð,“ sagði ujigi maðurinn kurteislega, en Richard Orme hristi höfuðið og hló. „Tveggja félagsskapur er alltaf æskilegastur — hvað finnst yður, Binnie. Gjörið svo vel og hugsið vel um herra Everett. Ég mun sjá ykkur síðar.“ „Þetta er úrvals maður, finnst yður ekki?“ sagði Philip Everett. „Þessi borg þarfnast upplyftingar, og hann hefir sannarlega gert Speglasalinn að eftirsóknarverðum skemmtistað. Ég er viss um, að hann lætur ykkur stúlkunum sínum líða vel.“ Það var eitthvað við þennan mann, sem minnti Binnie á Jim, og það var eins og hugsun hennar yrði skyndilega skýrari. „Starf okkar hér er að láta fólk eyða meiri peningum en holt er, fyrir ýmislegt það, sem ekki ætti að eyða peningum í,“ sagði hún þurrlega. „Peningar eru til þess að eyða þeim. Ég hefi nóg af þeim, svo er frænda mínum fyrir að þakka, sem ekki gat tekið þá með sér. Og ég hefi mestu ánægju af að eyða þeim. Má ég biðja yður um dans, aftur?“ Hún var að hugsa um að aðvara þennan unga mann, en henni fannst hún ekki geta það, vegna þess að Orme fylgdist með þeim, með augunum. En þegar dansinum var lokið, gekk hún yfir til Richard Orme og reyndi að brosa um leið. „Mér mistókst við Cynthiu Darlow, en þessi ungi maður, herra Philip Everett ætti að verða auðunnið herfang. Hann er ákveðinn í að skemmta sér vel og-----“ „Þér viljið að ég láti yður fá nokkra skammta til að freista hans með,“ Orme hló. „Þér eruð kæn stúlka, Binnie, en — þetta er til- gangslaust. Ef þér viljið fá meira af hvíta duftinu, þá vitið þér hvar og hvernig þér getið fengið það.“ Þegar Speglasalnum var lokað þetta kvöld, hafði Binnie fata- skipti í flýti og hraðaði sér út um bakdyrnar. Hún gekk hratt í áttina heim til herbergis síns. Hún var með ákafan hjartslátt. Nótt- in var dimm og hráslagaleg. Einstöku regndropar féllu á brenn- 63

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.