Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 10
Goðasteinn 1996
1104 og þá hafði eldvirkni legið þarna
niðri um 250 ára skeið. Var þetta svo
mikið og öflugt sprengigos að annað
eins hefur ekki orðið hérlendis á
sögulegum tíma, að undanskildu gos-
inu í Öræfajökli árið 1362. Upp úr
þessu feiknalega gosi tóku líka að
ganga furðusögur af fjallinu víða um
lönd. Fékk Hekla þar með á sig hið
versta orð sem loðað hefur við þetta
fagra fjall fram undir okkar daga. Eink-
um virðist klerkum og kennimönnum
snemma hafa verið í nöp við þessa eld-
stöð og litu þeir svo á að þar væri að
finna inngang til helvítis eða jafnvel
helvíti sjálft.
Hekla í erlendum heimildum
I elstu erlendu heimild, þar sem sagt
er frá Heklu, en það er í angló-nor-
mönsku kvæði frá því um 1120 eftir
munkinn Benedeit, segir að í þessu
merkilega fjalli sé hinn illræmdi Júdas
geymdur. Segir það sína sögu um álit
miðaldamanna á þessum stað. I annarri
heimild, Bók undranna, sem Herbert
kapelán í klaustrinu Clairvaux ritaði
um 1180 segir, meðal annars, um
ísland: Þar stendur ákaflega stórt fjall
sem nær yfir mikinn hluta landsins og
samkvæmt áliti þeirra er nálægt því
búa hefur það að geyma hið mesta
helvíti. Fjall þetta er gljúpt og eiginlega
holt að innan og í því brennur sífellt
með björtum loga. Hinn nafnfrægi eld-
ketill á Sikiley, sem kallaður er
Strompur vítis, er að því er menn full-
yrða eins og smáofn í samanburði við
þetta gífurlega Helvíti.
Svipuð lýsing kemur fram hjá
danska sagnritaranum Saxo Gramma-
ticus um aldamótin 1200. Hann segir
að á eyjunni, það er að segja á Islandi,
sé fjall sem stöðugt brenni og spúi eldi
og sé sú mikla glóð björt sem sólin.
Hálfri annarri öld síðar ritaði munkur
einn, Alberich von Troisfontaines að
nafni, um undur Islands og mest þó unr
fjall eitt sem hann nefndi Eclafeld.
Meðal annars segir hann frá því að
meðan yfir stóð orrustan við Fodvig
árið 1134, þar sem yfir 60 prestar og
munkar voru drepnir, hafi smalamenn á
íslandi séð furðustóra fugla er líktust
gömmum reka sálir hinna föllnu í stór-
um hópum niður í þetta ógurlega
helvíti.
A svipaða lund skrifaði þýski lækn-
irinn, Kaspar Peucer, um Heklu á 16.
öld, og segir þar að mílu vegar megi
heyra neðan úr hyldýpi þessa helvítis
hin aumkunarverðustu kvalavein
fordæmdra sálna. Þá gefi þar að líta
hópa kolsvartra hrafna sem flögri um í
eldslogunum og eigi hreiður sín í
gígunum. íbúar landsins sem búi í
námunda við fjallið viti af langri
reynslu að fuglar þessir gargi hærra og
láti ófriðlegar en ella, þegar styrjaldir
og manndráp standi yfir í heiminum.
Einnig má minna á ítalska Jesúíta-
prestinn, Julíus Caesar Recupitius sem
uppi var á 17. öld. Hann staðhæfði að í
Heklu væri ein af dyrum helvítis og
mætti horfa þar í gegnum til að sjá sálir
fordæmdra í kvalastaðnum. Taldi hann
að Guð hefði sett þess háttar op á jörð-
ina til þess að menn mættu hafa þessa
8-