Goðasteinn - 01.09.1996, Page 12
Goðasteinn 1996
fjallið. Þeim sýndust fuglar fljúga um í
eldinum, bæði smáir og stórir, með
miklum látum og hugðu menn það vera
sálir.“ Einnig skrifar séra Jón Egilsson í
Hrepphólum í annálum sínum að í
Heklugosinu 1510 hafi menn þóst sjá
þess merki að Hans Danakonungur
hefði hafnað í Heklu eftir andlát sitt.
Vel má vera að kóngur þessi hafi lent
þar, en varla í þessu gosi, því að hann
andaðist ekki fyrr en tveimur árum
síðar. En þessi saga er engu að síður
dæmi um nokkra hjátrú gagnvart Heklu
meðal landsmanna. Aldrei bar þó mik-
ið á slíku hér á landi og þótti mönnum
lítið til koma um ýmsar skoðanir
útlendinga á þessu víðfræga eldfjalli.
Þannig segir Jón Gissurarson frá í
Siðaskiptaannál sínum að þegar Gissur
Einarsson, síðar Skálholtsbiskup, hafi
gengið á fund Kristjáns 3. í Kaup-
mannahöfn árið 1540 hafi honum þótt
konungur spyrja sig margra óþarfra
hluta, sérdeilis um Heklufjall. Og ótt-
inn við fjallið sem og hjátrúin fjaraði
snemma út hér á landi og munaði
mestu um er þeir Eggert Olafsson og
Bjarni Pálsson gengu á Heklutind
aðfaranótt hins 20. júní 1750, fyrstir
manna, og komu heilir og lifandi niður
aftur.
Síðan hafa margir aðrir drýgt þá dáð
og nú þykir Hekluganga næsta hættu-
lítil og hin besta skemmtiferð.
Að lokum verður hér drepið á gos
sem orðið hafa í Heklu og nágrenni
hennar frá upphafi mannvistar í land-
inu.
Heklugos á sögulegum tíma
1104.
Fyrsta gos og var það stórfenglegt í
meira lagi, enda hafði fjallið þá ekki
bært á sér í um 250 ára skeið. Þetta var
gífurlegt sprengigos og bar gjóskuna að
mestu í norðlægar áttir og náði yfir um
það bil helming landsins. Gjóskufallið
lagði í auðn alla byggð í Þjórsárdal
fyrir innan Sandártungu, bæina á
Hrunamannaafrétti og býlið í Hvítár-
nesi, en það stóð í 70 km fjarlægð frá
eldfjallinu. Enginn þessara bæja
byggðist aftur, en sumir þeirra hafa
verið grafnir upp. Frægasta dæmi þess
eru rústirnar af bænum á Stöng í
Þjórsárdal. Með þessu mikla gosi var
grunnurinn lagður að ljótu orðspori
Heklu í útlöndum sem lengi var við
lýði. Heklugosið 1104 var mesta
gjóskugos hér á landi á sögulegum
tíma að undanskildu gosinu í Öræfa-
jökli 1362.
1158.
Annað gos Heklu. Lítið er um það
vitað, en álitið að þá hafi Efrahvols-
hraun vestur af Hekluhrygg myndast.
Gjóskan hefur borist mest til suðurs.
1206.
Þriðja gos. Það hófst í byrjun des-
ember og virðist hafa verið fremur
lítið. Ekkert er vitað um hraunrennsli
og gjóskan barst til norðausturs.
" 1222.
Fjórða gos var einnig lítið og ekkert
vitað um hraunrennsli. Gjóska þess fór
til norðausturs.
-10-