Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 14
Goðasteinn 1996
Eldvörp þau sem hlóðust upp í dalnum
inn af Skarði heita Rauðöldur.
1510.
Attunda gos. Það hófst 25. júlí og
var fyrsta goshrinan afar kraftmikil.
Var grjótflugið slíkt að það þeytist um
40 km leið vestur á Vörðufell og í
Landsveit lamdi það mann til bana.
Gjóskan lagðist mjög yfir Rangárvelli,
Landeyjar og Holt. Tjón hefur trúlega
verið mikið, þótt ekki séu um það
miklar heimildir.
1597.
Níunda gos. Það hófst í ársbyrjun
og stóð yfir í hálft ár eða lengur.
Gjóskuna bar aðallega til suðausturs og
olli hún tjóni í Mýrdal og víðar.
1636.
Tíunda gos var fremur lítið. Það
byrjaði í maí og stóð yfir í rúmt ár.
Gjóskan barst til norðausturs, spillti
gróðri og olli skepnufelli.
1693.
Ellefta gos hófst 13. janúar og stóð
yfir í ár. Það byrjaði með mikilli hrinu
og gjóskufalli sem barst til norðvesturs
og lagði átta jarðir í eyði. Þar á meðal
var Sandártunga í Þjórsárdal sem ekki
byggðist framar. Spillti mjög jörðum á
Landi, í Hreppum og Biskupstungum.
Skógar skemmdust og víða. Lyrir norð-
an var gjóskufall mest um Hrútafjörð
og Miðfjörð. Lax og silungur drapst í
ám og vötnum, rjúpur féllu unnvörpum
og búfé sýktist af gaddi.
1766.
Tólfta gos og það lengsta sem sögur
fara af. Það hófst 5. apríl 1766 og stóð
með hléum fram í maí 1768. Mesta
hraungos hér á landi á sögulegum tíma
að Skaftáreldum 1783 undanskildum.
Hraun runnu úr Heklugjá til allra átta,
mest til suðvesturs. Gjóska barst norð-
ur yfir landið og olli miklu tjóni, eink-
um í Austur-Húnavatnssýslu og Skaga-
firði vestanverðum. „Allvíða um sum-
arið heyrðist hvorki strokkhljóð né
smalar hóa“ segir í heimildum. Búpen-
ingur hrundi niður og veiði spilltist í
ám og vötnum fyrir norðan. Gjóskan
olli líka tjóni á Rangárvöllum, Landi,
Hreppum og víðar. Hraunkúlur, allt að
hálfum metra í þvermál, þeyttust 15-20
km frá fjallinu. Þetta var þriðja mesta
gjóskugos Heklu á sögulegum tíma.
1845.
Þrettánda gosið hófst að morgni 2.
september og stóð í röska sjö mánuði.
Mikil gjóska barst til austsuðausturs og
olli tjóni í Skaftártungu, Síðu, Land-
broti og víðar. Síðar féll dökk aska yfir
byggðir og haglendi til vesturs og
norðvesturs. Llúoreitrun olli tjóni á bú-
smala. Hraun rann mest til vesturs og
norðvesturs. Bærinn í Næfurholti var
fluttur til í þessum hamförum.
1947.
Fjórtánda gos hófst sem sprengigos
að morgni 29. mars og stóð í rúmt ár. í
byrjun náði reyksúlan 30 þúsund metra
til lofts. Þá hafði fjallið ekki bært á sér
í 102 ár. Gríðarlegt magn af ösku og
vikri barst í fyrstu til suðurs og suð-
austurs yfir Fljótshlíð, Eyjafjöll, Mýr-
dal og víðar og meðal annars barst ask-
an til Finnlands. Hraun rann í upphafi
úr mörgum gígum, en síðar mest úr
einum. Gosið olli skaða á búfé.
-12