Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 18
Goðasteinn 1996
er hún Anna frá Moldnúpi sem hefur
skrifað Fjósakona fer út í heim og
Förukona í París."1
Anna frá Moldnúpi, fullu nafni Sig-
ríður Anna Jónsdóttir, var fædd J901
og lést 1979. Hún kenndi sig alltaf við
bernskuheimili sitt, Moldnúp undir
Eyjafjöllum.
Anna gaf út sína fyrstu bók, Fjósa-
kona fer út í heim, árið 1950, og seinna
komu Förukona í París (1952), Ast og
demantar (ferðasaga um meginlandið
til Bretlands 1951). Litla stúlkan frá
hrunda húsinu, kafli útr Parísarferð
(1952), Eldgamalt cevintýri, unglinga-
bók (1957), Ég kveiki á kerti mínu,
Ferðaþœttir frá Italíu (1961) og loks
Tvennar tíðir (1970). Áður hafði Anna
skrifað nokkrar greinar um ýmis efni í
dagblöð og nokkra ritdóma í Sam-
vinnuna.
Ferðalagaminnið er eitt algengasta
minni íslenskrar sagnahefðar og sverja
bækur Önnu sig í þá ætt.2 Hún segir frá
skógum, höllum, kirkjum og fleiru sem
ber fyrir augu hennar á ferðalögum
innanlands og utan, en bækurnar eru
ekki eingöngu ferðabækur, heldur segja
þær okkur ýmislegt um Önnu sjálfa og
eru því einnig sjálfsævisaga. Ég minn-
ist þess ekki að hafa séð höfunda
ferðabóka útlista gjaldeyrisvandræði
sín eða hve erfitt var fyrir þá að komast
af stað eins og Anna gerir.
I formála bókar sinnar Förukona í
París segir Anna að tilgangurinn með
„þessari lítilmótlegu bókaútgáfu minni
er aðeins sá að veita alþýðukonum, -
sem, eins og ég, hafa í æsku sinni átt
sína drauma um ókunn lönd og
ævintýrastrendur, en aldrei átt þess
nokkurn kost að skyggnast neitt út fyrir
landsteinana, - ofurlitla innsýn inn í
mitt fátæklega ferðabrask, sem hefur
Heppnast framar öllum vonum. Mér
finnst ég oft hafa miklu frenrur mátt
þakka það Guðs náð en meðbræðranna
dáð.”
Anna afsakar því skrif sín strax í
upphafi eins og svo margir kven-
rithöfundar fyrr og síðar og reynir að
réttlæta þau, rétt eins og hún varð að
réttlæta ferðalagið fyrir fjárhagsráði.
Hún er ekki eingöngu að fara í
skemmtiferð, heldur einnig í heilsubót-
arferð. Anna fékk lömunarveiki 1945
og annar handleggurinn lamaðist og
hún bar varla sitt barr eftir það. Hún
segist hafa barist við dauðann „í sínum
eigin skrokk í 5 ár og væri aðeins að
biðja um lítilræði, til þess að geta notið
góðsemi útlendinga, sem vildu hjálpa
mér.“
Lesendurnir
I formála þriðju bókarinnar, Ast og
demantar (en þar lýkur þessu þriggja
binda ritverki) segir m.a.: „Mér er vel
ljóst að bækur þessar eru ekki mikils
virði. En samt vona ég, að saklaust
alþýðufólk geti stytt sér eina stund við
lestur þeirra.“ Af lokaorðunum mætti
ætla að Anna ætlaði sér ekki að skrifa
fleiri bækur: „Með kveðju og þökk til
allra, sem lesa vilja.“ Anna hefur því
ákveðinn lesendahóp í huga (óbreyttar
alþýðukonur/ alþýðufólk) þegar hún
skrifar bókina, og það undrar hana og
-16-