Goðasteinn - 01.09.1996, Page 21
Goðasteinn 1996
fræðimönnum og stúdentum, enda
fannst henni hún eiga þau, sem Islend-
ingur.
Anna misnotar sjaldan aðstöðu sína,
samanber þegar móðir Kristjáns Al-
bertssonar biður hana að skila kveðju
til hans, en hann vann í sendiráðinu í
París. Anna biður hann að skipta fyrir
sig færeyskum krónum sem hún átti í
vandræðum með og hann gerir það. Því
næst „herti“ hún upp hugann og bað
um vatnsdropa að drekka þó hún „vissi
þó vel, að þetta þótti sjálfsagt ekki vel
við eigandi, því að auðvitað var sendi-
ráð vort til annars ætlað, en brynna
fátækum förukonum, sem vart áttu ráð
á að svala þorsta sínum á öðru en vatni,
sem hægt var að nálgast ókeypis“, þá
fyrst þegar hún hefur fengið peningana
og vatnið skilar hún kveðjunni til
Kristjáns, því „Nú þarfnaðist ég ekki
lengur að fá nokkur laun fyrir lítið
verk.“
Anna segir frá kirkjum, höllum,
listaverkum og söfnum, en ráðkænska
hennar er rauði þráðurinn í gegnum
bókina, hvernig hún, „förukona“ undan
Fjöllunum, lifir því lífi sem hún vill,
með því að nýta þau tækifæri sem
henni gefast og skapa sér önnur ný.
Þetta sést vel þegar hún lýsir því hvern-
ig fara á yfir götu í París: „Það fer ekki
mikið fyrir einni lítilli förukonu utan af
Fróni, innan um allt þetta ofboð og
ætla mætti að henni félli allur ketill í
eld að koma sér áfram gegnum allan
ysinn. En ef ofurlítið skarðar í mestu
bílaþvöguna, verður að halda af stað
upp á von og óvon.“ Anna gerir það
Anna frá Moldnúpi,
myndin tekin 5. júlí 1967.
sem hugurinn hennar stendur til og
ferðast land úr landi, upp á von og
óvon.
Önnu verður tíðrætt um betlara og
vændiskonur Parísarborgar, enda nær
óþekktir þjóðfélagshópar á íslandi.
Hún taldi betlarana skaðsamari, því að
þeir röskuðu sálaró hennar og dýrmæt-
um hjartafriði. Hún „fylltist andúðar á
því þjóðfélagsskipulagi sem léti þur-
fandi fólk standa á almannafæri, til
þess að biðja sér bjargar“. Hún vor-
kenndi vændiskonunum og hafði
„aldrei þurft að horfa upp á kvenveruna
í öðru eins niðurlægingarstandi, þegar
konan þurfti nú orðið að standa á
gatnamótum með útrétta arma og
dekstra karlkynið, þá sýndist mér nú
vera komið fullmikið af því góða.“ . . .
Henni „hreint og beint ógnaði og of-
bauð allur sá undirlægjuskapur og
sjálfsauðmýkt, sem þær gátu sýnt karl-
-19-