Goðasteinn - 01.09.1996, Page 22
Goðasteinn 1996
kyninu.“ og þaö angraði hana þegar
karlmenn héldu að hún væri líka á
veiðum þar sem hún fór flestra sinna
ferða ein.
Hitt kynið
Anna var ógift og barnlaus og gerir
töluvert grín að karlamálum sínum.
Hún talar oft um „sæta“ stráka og gefur
í skyn með góðlátlegri sjálfsíroníu að
hún njóti mikillar karlhylli. Þetta sést
vel í sögunni af gestgjafanum í
Englandi sem hafði komið til Islands
og talaði mikið um land og þjóð við
Önnu. Anna gefur í skyn að eignkonan
hafi verið afbrýðissöm við sig þegar
svo vel fór á með þeim og segir: „Við
urðum samt að skilja þetta kvöld því að
konan beið hans niðri, mér til mikils
hugarangurs. Ég held þó að ég hafi sof-
nað furðu fljótt og vel.“ Hún fer undar-
lega hjá sér þegar hann spyr hana
hvernig eigi að segja „ég elska þig“ á
íslensku. „Atti ég nú að standa frammi
fyrir karlmanni og segja blátt áfram:
Ég elska þig . . .“ Henni fannst það
„hreinasta synd og misþyrming helgra
hluta“ og varð dauðsneypt og þóttist
misskilja hann og þýðir það sem „vertu
sæll“. Anna dáist að hveitibrauðsdaga-
húsinu á Hvítu eyjunni og getur ekki
hugsað sér neitt ævintýralegra eða róm-
antískara en að eyða hveitibrauðsdög-
unum þar. „Ég mændi löngunaraugum
á þetta hamingjunnar heimkynni. En
Kata mín sagði, svona víst til að mýkja
sárasta broddinn á þrá minni, að það
væri þar víst enginn núna.“ Seinna
þegar þær stöllur rölta eftir ástarbraut-
inni stakk Anna, „af prakkaraskap“ upp
á ferð í munkaklaustur í nágrenninu, en
„það hefði nú svei mér verið matur
fyrir mig að koma þar sem var heilt
safn af heilögum karlmönnum“ en
ekkert varð úr ferðinni og telur Anna
að Kata hafi ekki treyst sér (þ.e. Önnu)
til að koma jafngóð úr þvílíkri raun.
Önnu fannst ekki vera feitan gölt að flá
fyrir kvenkynið á þessari búsældarlegu
Hvítueyju, þar sem hlutfallið var einn
karl á hverjar tíu konur (enda höfðu
tvær heimsstyrjaldir gengið yfir). Þegar
gamla konan (94 ára) spyr Önnu hvort
hún haldi að hún giftist „Rétt eins og
einhver heima hefði sagt: „Viltu kaffi“
svarar hún „ósköp hógværlega, að
maður yrði nú alltaf að vona það í
lengstu lög“. Þegar sú gamla heldur
áfram og spyr hvort hún hafi þá ekki
fengið augastað á einhverjum sér-
stökum svarar Anna: „Það getur nú
komið á hverjum degi . . .“ en það
fannst henni vera í „bestri samhljóðan
við íslenskan anda.“ Ég veit ekki hvort
Anna var hamingjusamlega pipruð eð-
ur ei, en mér þykir það merkilegt að
hún varði „ástandskonurnar“ opinber-
lega í blaði með því að mótmæla skrif-
um Karls ísfelds, en hann skrifaði
langa og rætna grein um íslenskar
konur og ástandið vegna viðtals sem
amerísk blaðakona átti við tvær ís-
lenskar konur í Ameríku. I grein sinni
segir Anna m.a.: „Hver stúlka ætti sjálf
að geta ráðið því, hvern hún kýs til
þess að blanda blóð sitt við, og hvern
hún telur líklegastan að geta við mann-
vænleg börn”.3
-20-