Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 25
Goðasteinn 1996
Frökkum og Englendingum.“ Málfar
Önnu er athyglisvert, en hún sveiflast
stundum frá venjulegu talmáli, eins og
mixtúru, í uppskrúfaðan ritstíl.
Áhugi á bókum og námi
Anna hafði verið á alþýðuskólanum
á Laugarvatni einn vetur, en dreif sig
svo til Reykjavíkur „til að sjá til, hvort
hægt væri að koma sér þar áfram á ein-
hvern hátt. Ekki átti ég vísa neina
skólavist og félaus var ég með öllu svo
útlitið var ekki sérlega glæsilegt.“ Flún
las og las, „ýmist í herbergiskytru
minni ofnlausri og ískaldri, eða niðri á
Landsbókasafni“. Anna tók gagnfræða-
próf og vildi halda áfram til stúdents-
prófs, en leiðin var erfið vegna efna-
leysis. Hún vann með utanskólalestri,
við þvotta og gerði hreint fyrir fólk, og
skrapp í róður við og við. Önnu tókst
að lesa allt sem tilskilið var til stúd-
entsprófs en var synjað um að sitja einn
vetur í skólanum til loka undirbúnings,
og þótti henni það „ærið súrt í broti“.
Líklega hefur hún „lesið yfir sig“ en
hún segir í blaðaviðtalinu að heilsan
hafi bilað vegna hins ónóga viðurværis
og hún treysti sér ekki til að taka stúd-
entsprófið. Anna segir að sér hafi alltaf
þótt meira gaman af að vinna en að
lesa, en hún vissi að bókalærdómur
gæti konrið að gagni og hafði áhuga á
að læra til prests. Hún mátti ekkert lesa
í 3 ár, en fór því næst að kenna (barna-
kennsla, byrjendur í ensku), en það var
lítið uppúr því að hafa svo að hún fór
að vefa fyrir fólk. Árið 1945 fékk hún
svo lömunarveikina eins og fyrr var
sagt, en nurlaði sér saman fyrir ferða-
kostnaði með vefnaði í nokkra vetur,
„þar sem mér fannst ég þurfa hressing-
ar við og útþráin er mér í blóð borin“.
Þegar blaðamaður spyr hana (í des.
1952) hvort hún hafi yndi af að skrifa
segir hún að sig langi yfirleitt ekkert til
að skrifa, en hún eigi mjög létt með
það. Hún segist miklu heldur vilja
vinna ærlega líkamlega vinnu heldur en
að skrifa. „Ég er fædd með verk í hönd.
Á meðan ég hafði fulla heilsu og krafta
sagði ég stundum að ég mundi líklega
enda ævi mína sem rithöfundur, en það
hefði áreiðanlega ekki gengið eftir, ef
ég hefði ekki fengið lömunarveikina og
misst við það mitt fyrra starfsþrek.“
Hún segir það erfitt og erilsamt að
standa í bókaútgáfu og hafi haft mikil
hlaup, en lítil kaup. Anna gaf allar
bækurnar út á eigin kostnað og vildi
ekki setja þær í bókabúðir því bóksalar
tóku svo mikið í sinn hlut, heldur gekk
hún hús úr húsi og seldi.
Anna virðist hvorki skynja sig sem
rithöfund né vefara, þ.e. hún er enn
fjósakona og förukona, en aldrei lista-
kona eða rithöfundur. Með því að
ganga hús úr húsi með vöru sína gerir
hún sýnilega listsköpun „ósýnilega“.
Anna hafði ímugust á verslun og vildi
ekki saurga sig á því mannskemmandi
starfi. Þegar blaðamaður innir Önnu
eftir þessum „hógværu bókatitlum“
segir hún að hún sé að grínast að
samtíðinni með allt hennar skraut og
prjál, en tekur fram að hún hafi verið
fjósakona og sé stolt af því. Þó hún hafi
-23-