Goðasteinn - 01.09.1996, Side 26
Goðasteinn 1996
búið yfir 20 ár á mölinni þegar viðtalið
var tekið, þá lítur hún enn á sig sem
sveitakonu (fjósakonu). Sem sveita-
kona á flakki hlýtur hún að vera „föru-
kona“, en í stað þess að flakka ein-
göngu milli sveitabæja eins og flakk-
arar gerðu, þá er hennar „sveit“ megin-
landið og Bretland. Hún leggst upp á
fólk sem hún þekkir lítið sem ekkert og
dvelst hjá því frá þremur upp í fjórar
vikur. Þeir förumenn og flakkarar sem
við höfum lesið um þökkuðu veittan
beina með sögum, vísum eða rógi og
Anna heldur í þann sið með því að
skrifa bækur um ferðalagið og fólk sem
hún hittir.
Skrifað um skáldskap
Eftir lestur bókarinnar sést vel að þó
Anna seti upp „ámátlegasta sauðar-
haus“ þegar henni hentar, þá er sjálfs-
traustið í lagi, eins og sést ef lil vill
best á „ritdeilu“ sem hún stóð í við
Ólaf Jóhann Sigurðsson vegna ritdóms
sem hún skrifaði um bók hans Fjallið
og draumurinn í Samvinnuna 1944.
Ólafur var vægast sagt óhress með
dóminn og gerir hann að umtalsefni í
grein í Melkorku árið eftir, en þar hafði
hann verið beðinn um að skrifa um
Konuna og skáldskapinn.
I dómi sínum í Samvinnunni er
Anna mjög óánægð með lýsingu Ólafs
á bændum, en þó gerir hún einkum
athugasemdir við kvenlýsingar hans og
telur hann „afskræma konuna með öll-
um hugsanlegum hætti, bæði andlega
og líkamlega“. I svargrein sinni kallar
Ólafur Önnu þrívegis „mey“ (en hún
var þá 44 ára, en hann var 17 árum
yngri). „En nýlega hefur mær nokkur
roskin, sem ég ber að vísu engin kennsl
á, en hatursmenn íslenskra rithöfunda
þeim mun gleggri, samið langt mál í
heiftarlegri, flágjallri tónhæð um síð-
ustu bók mína . . og Ólafur segist
aðeins vilja láta þess getið „að slík
fölsun hefði reynst hinni rosknu mey
dýrt spaug í flestum siðmenntuðum
löndum og annaðhvort kallað yfir hana
háar fésektir eða leitt hana kurteislega
inn í tukthús . . .“ Ólafur bendir á ýms-
ar bækur sem „rosknar piparmeyjar
sem vaða að ungum mönnum með
hræsnislepjuðum formælingum“ ættu
að lesa, allt frá Biblíunni til Virginu
Woolf.
Anna svarar Ólafi um sumarið með
bréfi í Alþýðublaðinu og segist ekki
ætla að biðja hann afsökunar, „heldur
vil ég þvert á móti lýsa því yfir að ég
mun hvorki láta þig eða aðra setja mér
fyrir um það, hvaða ályktanir ég dreg
af því sem ég les, og opinberlega er
gefið út fyrir almenning, meðan skoð-
anafrelsi og ritfrelsi er viðurkennt í
þessu landi.“ Hún bendir Ólafi á að
gefa út leiðbeiningarrit um hvernig lesa
eigi næstu bók hans . . .
Þó Anna flytji úr sveit í borg um
þrítugt virðist hún (eins og svo margir
nýfluttir á mölina) ekki líta á sig sem
bæjarbúa. í deilunum við Ólaf Jóhann
(sem er líka nýfluttur á mölina) togast
sveit og bær á, kynslóðir og kyn. Anna
segir m.a. í bréfi sínu til hans: „Eg lífs-
reynd alþýðukona, ættuð ofan úr sveit,
-24-