Goðasteinn - 01.09.1996, Qupperneq 27
Goðasteinn 1996
uppalin við lestur gullaldarbókmennta,
í þroskandi skóla allrar ærlegrar vinnu,
utanbæjar og innan, ef að þú ætlast til
þess, að ég taki allt fyrir góða og gilda
vöru, sem þú skrifar, þá verður þú að
venja þig á að hugsa af meiri rökfestu,
en þú gerir í Melkorku grein þinni.“
Fjósakonan og förukonan Anna frá
Moldnúpi er í eðli sínu einnig fjallkon-
an, og gerir athugasemdir við þá mynd
sem yngri rithöfundar draga af henni í
skáldskap. Ólafur Jóhann bendir á í
grein sinni í Melkorku, að miklu máli
skipti mynd íslensku alþýðukonunnar
og afstöðu hennar sjálfrar til fulltrúa
sinna í bókmenntunum. Það er sorglegt
til þess að vita hve margar myndir sem
alþýðukonur gáfu okkur af sjálfum sér
hafa glatast, en eftir standa spegil-
myndir, eða eftirlíkingar sem karlskáld
hafa málað af okkur. Sjálfsævisögur
kvenna eins og Önnu frá Moldnúpi,
Ingunnar Jónsdóttur, Viktoríu Bjarna-
dóttur og Málfríðar Einarsdóttur — svo
fáeinar séu nefndar — skipta miklu
máli ef við viljum endurheimta „frum-
myndirnar“.
Ritaskrá Önnu frá Moldnúpi, blaða-
greinar og bækur:
Fjósakona fer út í heim. Rvík 1950.
Gefið út á kostnað höfundar.
Förukona í París. Rvík 1952. Gefið út á
kostnað höfundar.
Ast og demantar. Ferðasaga um megin-
landið til Bretlands 1951.
Litla stúlkan frá hrunda húsinu, kafli úr
Parísarferð 1952. Rvík. 1954. Gefið
út á kostnað höf.
Eldgamalt ævintýri. Unglingabók.
Rvík, gefin út á kostnað höfundar.
Eg kveiki á kerti mínu. Ferðaþættir frá
Italíu. Rvík, gefin út á kostnað
höfundar 1961.
Tvennar tíðir. Rvík á kostnað höfundar,
1970.
Nokkrar greinar:
„Af ávöxtunum skulu þeir þekktir
vera“ Mbl. 6.1.1944.
„Athugasemdir við „Afi og amma““ í
Alþbl. 9.4.1943.
„Hjálpið Fjallamönnum“ í Mbl.
30.5.1947.
„Hvar eru þeir hógværu sem landið
skulu erfa.“ í Alþbl. 26.1.1943.
„Svar til Karls ísfelds“, í Sbl. Vísir
26.5.1943.
„Tvennskonar trú“. Svar til Sverris
Kristjánssonar, í Alþbl. 6.12.42.
„Og ekki heiti ég lngimar.“ Orðsending
til Sverris Kristjánssonar í Alþbl.
17.1.1943.
„Bréf til Ólafs Jóh. Sig. vegna greinar í
Melkorku, maí 1945“, Alþbl. 21.7.
1945.
„Ritfölsun vegna ritdóms um bókina
Innan sviga eftir Halldór Stefánsson
í blaðinu Samvinnan, 1945, 127“, í
Alþbl. 26.6.1945.
„Þriggja ára árangurslaus bið eftir rétt-
vísinni. Vegna Jóns Eyþ. ritstjóra og
ritd. um Innan sviga“, í Alþbl. 15.
og 22.08.1948.
„Frá fjósaverkum til Signubakka“. Við-
tal viö Önnu í Mbl. 31.12.52.
-25-