Goðasteinn - 01.09.1996, Page 29
Goðasteinn 1996
Oddgeir Guðjónsson í Tungu:
Þáttur af Stefáni sterka
Árið 1877 hófu búskap á jörðinni
Kotmúla í Fljótshlíð hjónin Halldór
Ólafsson, fæddur á Grjótá í Fljótshlíð
26. ágúst 1849 og Aðalheiður
Sveinsdóttir fædd á Valalæk í
Húnaþingi 3. júlí 1854. Bæði voru þau
hjónin af góðum stofnum
og atgervisfólk. Jörðin
Kotmúli þótti allgóð
bújörð, túnin greiðfær en
engjar nokkuð þýfðar, en
mjög grasgefnar, meiri
hluti þeirra valllendis-
slægjur og heyið kúgæft.
Þau Halldór og Aðal-
heiður komust sæmilega
af efnalega þrátt fyrir all-
mikla ómegð. Þeim var
átta barna auðið, tveggja
sona og sex dætra sem öll ólust upp hjá
foreldrum sínum á Kotmúla.
Svein son sinn misstu þau 25 ára
gamlan. Hann féll út af bryggju í Vest-
mannaeyjum á vertíð árið 1911 og
drukknaði. Hin systkinin giftust öll,
systurnar áttu afkomendur, en bræð-
urnir ekki.
Eins og áður er sagt voru þau Kot-
múlahjón af góðum stofnum, dugmikil,
hraust og söngvin. Var viðbrugðið hvað
Aðalheiður hafði fagra og mikla söng-
rödd. Þessir góðu eiginleikar erfðust til
barna þeirra og afkomenda.
Þessum þætti er fyrst og fremst
ætlað að greina nokkuð frá Stefáni,
bróðurnum sem lifði, giftist, en átti
ekki afkomendur.
Stefán sterki
Öll systkinin frá Kot-
múla voru dugnaðar- og
þrekfólk. Sveinn var tal-
inn hraustmenni, en þó
bar Stefán af. Hann var
fæddur á Kotmúla 31.
október 1879, var vel
meðalmaður á hæð, þrek-
inn og hafði mjög djúpa
og fagra bassarödd.
Strax á unglingsárum
varð hann hraustur til
átaka og þótti með ólík-
indum hverju hann fékk orkað og
gengu um það ýmsar sagnir frá sam-
tíðarmönnum hans. Mun ég í þætti
þessum greina frá nokkrum þeirra, sem
ég hef eftir mönnum, sem sáu hann
beita afli sínu þegar þörf krafði. Stefán
var hægur í lund og yfirlætislaus og
flíkaði ekki kröftum sínu, en ef nauð-
syn krafði voru handtök hans betri en
flestra annarra.
Þegar ég var unglingur heyrði ég
stundum talað um Stefán sem mikinn
kraftamann. Foreldrar mínir þekktu
hann vel og voru honum samtíða með-
-27-