Goðasteinn - 01.09.1996, Side 33
Goðasteinn 1996
framan í hann og segir að það sér að
mæta, ef hann láti strákana ekki í friði
það sem eftir væri vertíðar.
Við þessar aðfarir Stefáns ráku allir
upp skellihlátur, en sá norðlenski reis
upp heldur lúpulegur og hreyfði ekki
við neinum manni það sem eftir var
vertíðar. Voru allir hásetarnir þakklátir
Stefáni fyrir þessa óvenjulegu hirtingu.
Olíutunnu bjargað
Að lokum vil ég bæta hér við einni
sögu af Stefáni Halldórssyni, en hana
sagði mér Þorkell Guðmundsson. Hann
var Fljótshlíðingur, alinn upp í Bolla-
koti í Fljótshlíð, en var svo lengi bóndi
í Markarskarði í Hvolhreppi. Hann
þekkti Stefán vel og taldi hann með
sterkustu mönnum, sem hann hafði
kynnst.
Það var einhverju sinni þegar Þor-
kell var ungur, að hann og Stefán voru
sendir fram í Landeyjasand að sækja
steinolíu, sem þar var flutt inn í 200
lítra trétunnum. Sennilega hefur þessi
olía komið frá Vestmannaeyjum upp í
Landeyjasand. Þessi ferð var farin fyrri
hluta vetrar. Allhörð frost höfðu gengið
og snjór á jörð og ís kominn í árnar.
Þótti því sjálfgefið að sækja tunnuna á
dráttarsleða, sem þeir félagar skyldu
draga, því hestur var ekki með í þessari
ferð. Þeir Þorkell og Stefán lögðu af
stað snemma morguns, því um 20 km
vegalengd var fyrir höndum úr Fljóts-
hlíð suður í Sand. Þegar þangað kom
tóku þeir tunnuna, bundu hana traust-
lega á sleðann og héldu svo af stað
heim á leið. Þorkell sagði að þetta hafi
verið nokkuð erfiður dráttur og lýjandi,
en allt gekk þó þolanlega þar til þeir
komu upp á Þverá, sem virtist vera á
traustum ísi. Þá skeði það óhapp að
ísinn brast undan sleðanum og fór hann
og þar með tunnan á kaf í vökina.
Þorkell taldi víst að þeir mundu ekki
sjá þau framar, því þungastraumur var í
vökinni, en það skipti engum togum að
Stefán hleypur ofan í vökina og tók
vatnið honum nær því undir hendur,
tekur sleðann með tunnunni og lætur
upp á skörina. Taldi Þorkell að slíkt
átak hefði verið á fárra færi. Héldu þeir
svo heim með ækið og gekk allt að
óskum.
Ævistarf
Sextán ára gamall fór Stefán að
stunda sjómennsku á vetrum og varð
hún síðan hans aðal ævistarf, fyrst í
Þorlákshöfn og svo frá Stokkseyri og
Stafnesi. Vann hann heima á Kotmúla
hjá foreldrum sínum milli vertíða.
Rúmlega þrítugur flutti hann svo suður
í Garð, og árið 1917 gekk hann að eiga
Dýrfinnu Helgadóttur, ættaða úr Borg-
arfirði, hina ágætustu konu. Þau hófu
búskap á Gerðabakka í Garði, fluttu
þaðan að Bala og síðast að Hólavelli í
sömu sveit árið 1925. Þar bjuggu þau
þar til Stefán andaðist. Þau Stefán og
Dýrfinna áttu ekki börn, en ólu upp tvo
fóstursyni, Guðmund Guðmundsson,
frá fjögurra ára aldri, en hann bjó síðar
í Keflavík, og Halldór Arason, sem
kom til þeirra þriggja mánaða gamall.
Hann bjó síðar í Reykjavík.
Stefán var heilsugóður lengst af ævi
-31-