Goðasteinn - 01.09.1996, Page 35
Goðasteinn 1996
efalaust að hann hefði náð þar miklum
árangri. Þá má geta þess að Stefán
hafði yndi af ljóðum, einkum dýrt
kveðnum vísum, og sjálfur var hann
allvel hagmæltur og kastaði stundum
fram stökum við ýmis tækifæri.
Skáldgáfuna átti hann ekki langt að
sækja. Halldór faðir hans var allvel
hagmæltur svo og föðurbræður hans,
einkum Jón bóndi á Sámsstöðum, sem
var mjög létt um að yrkja og Aðal-
heiður móðir Stefáns var náskyld
Bjarna Thorarensen frá Hlíðarenda,
skáldi og amtmanni. Ólöf móðir Aðal-
heiðar var dóttir Ragnheiðar systur
Bjarna.
Stefán var andlega hraustur, skyldu-
rækinn, áreiðanlegur í öllum viðskipt-
um, hreinskilinn, hirspurslaus og trygg-
ur vinur vina sinna. Sumum fannst
hann dálítið hrjúfur á yfirborðinu, en
undir skelinni var hann hjartahlýr, það
vissu vinir hans og þeir sem þekktu
hann best. Hann var mjög fáskiptinn
um annara hag, en hjálpfús við þá, sem
voru hjálpar þurfi. Allur hégómaskapur
og sýndarmennska var honum fjarri
skapi. Stefán var nærgætinn og góður
heimilisfaðir og annaðist konu sína af
mikilli nærgætni og hlýju þegar hún
átti í erfiðleikum. Einnig lét hann sér
mjög annt um fóstursyni sína.
Margt fleira mætti rita um afreks-
manninn Stefán Halldórsson en hér læt
ég staðar numið. Stefán andaðist 29.
júlí 1955, 76 ára að aldri, og var jarð-
settur í Útskálakirkjugarði.
Ritað í Tungu íFljótshlíð, 2. apríl 1987.
GLERVERKSMIÐJAN
Samverk ehf.
Eyjasandi 2 - Pósthólf 18-850 Hella - S 487 5888 - Fax 487 5907 - Kt. 580169-7839
SAMVERK býöur gœöagler,
getur jafnvel hvaö sem er,
einnig rammar inn og sker
úrvalsspegla handa þér.
ELSTA GLERVERKSMIÐJA A ISLANDI
-33-