Goðasteinn - 01.09.1996, Page 40
Goðasteinn 1996
Sváfnir Sveinbjarnarson:
GRANNINN og MÁGURINN
Það fer vel á því að kynna Jón á
Lambey (Jónda) í Goðasteini í tilefni af
sjötugsafmæli hans hinn J6. nóv. 1995.
Raunar hygg ég að flestir Rangæingar
þekki allnokkuð til hans og þá einkum
vegna myndlistar hans og málverka
sem víða prýða stofur og stofnanir, en
einnig vegna margvíslegra starfa að
félags- og menningarmálum í sveit og
héraði um áratuga skeið.
Sjötíu ár eru all langur tími. Svo
finnst a.m.k. þeim sem ungir eru og
eiga lífið framundan. En þegar við sem
eldri erum lítum til baka þá finnst
okkur þetta ótrúlega skammur tími - og
að hann hafi liðið allt of fljótt.
I sjálfri Ritningunni segir á einum
stað: „Ævidagar vorir eru 70 ár og
þegar best lætur 80 ár, og dýrsta hnoss-
ið er mæða og hégómi, því að þeir líða
í skyndi og vér fljúgum burt.“ Ekki
skal lagt út af þessum texta að öðru
leyti en því að óska og vona að Jóndi
skeiði æviveginn áfram langt fram yfir
þessar markalínur og að okkur auðnist
að hafa hann sem lengst á meðal okkar
jafn verkaglaðan, traustvekjandi, tal-
andi, teiknandi og málandi eins og
hingað til.
Mér kemur því í hug önnur tilvitnun
í öllu veraldlegri texta, sem er eignaður
Bjarna Borgfirðingaskáldi frá því á
fyrri hluta 17. aldar, en hann kveður:
„Eg hef vel sjötíu ár / um íslands ráfað
krár, / lifað á litlu brauði, / lafað við
kýr og sauði —. “ Ekki fellur þetta
nógu vel heldur að því sem segjast
verður um Jónda, því að varla hefur
hann gert sér að góðu að lifa aðeins á
litlu brauði, heldur a.m.k. haft mjólk
með og kannski líka eitthvað sterkara á
stundum. Og svo hefur hann gert svo
miklu fleira en að lafa við kýr og sauði,
þótt hann hafi líka sinnt því með full-
um sóma.
Það yrði of langt mál að reyna hér
að rekja ævisögu Jónda og afrek hans
öll til þessa. Til þess að koma því í
knappara forrn en tíðkast í minningar-
og afmælisgreinum dagblaðanna ætla
ég þess vegna að taka mið af því sem
hestamenn og ráðunautar skrifa einatt í
blöðin um gæðingakeppni og góðhesta-
sýningar, þar sem þeir lýsa hinum
ýmsu kostunr, útliti og hæfileikum eftir
ákveðnu kerfi og einkunnastiga. Ekki
verður þetta kannski alveg sambæri-
legt, því Jóndi er fjölhæfari hverjum
fimmgangshesti og tilþrifum hans
verður varla lýst nreð málbandi og
skeiðklukku.
Það má byrja á því að vitna til hins
fornkveðna að oft verður góður hestur
úr göldum fola. Ekki svo að skilja að
Jóndi í Lambey — listamaður Goðasteins 1996
-38-