Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 42
Goðasteinn 1996
Jóndi hafi verið villtur og galinn
viðsjálsgripur fyrir tamningu, en
sumum mun hafa litist svo og svo á
ýmis einkenni, útlit og tilburði sem
gerðu það að hann skar sig nokkuð úr
hópnum. Það var nú þessi óvenjulegi
háralitur, hljóðin upp á harða norð-
lensku og hið þingeyska kyn, sem gerði
ýmsa dálítið óörugga um hvers vænta
mætti.
En nú hefur reynslan fyrir löngu
skorið úr og sýnt hvað í Jónda bjó.
Ekki man ég hvort gæðingadómarar
skoða fæturna fyrst. En í þessu tilviki
var fótaburðurinn óaðfinnanlegur. Á
yngri árum bar Jóndi af jafnöldrum
sínum flestum í hástökki og langstökki
svo sem sjá mátti á landsmótum, og
danssporin hefur hann jafnan stigið
fimum fæti. Um handbragðið er öllum
kunnugt. Þar birtist samstilling sjónar,
hugar og handar með fágætum glæsi-
brag eins og málverk hans og teikn-
ingar sem allir þekkja, vitna svo glöggt
um. Og þessi snilld er honum ásköpuð
og eðlislæg en ekki tillærð eða tækni-
gerð. Á sviði leiklistar reyndist Jóndi
einnig miklum hæfileikum búinn, svo
sem margir muna frá leiksýningum hér
á árum áður.
Þegar Jóndi braut lögmálið og hélt á
móti straumnum sem lá til höfuðborg-
arinnar og fluttist þaðan austur í Fljóts-
hlíð til að gerast bóndi, þá gerði hann
það með þeim tilþrifum að reisa nýbýli
frá grunni, að öllum húsum, ræktun og
Lambey. í bústörfunum reyndist hann
ötull og afkastamikill, og alveg úrtöku
sláttumaður með orfi og ljá, meðan það
verklag tíðkaðist. Kom hann okkur
sveitamönnum hvað mest á óvart í
þessu, hingað kominn úr Reykjavík og
þangað frá Húsavík. Þá reyndist hann
einnig skotfimur vel og var oft fenginn
til að sinna refaveiðum. Veiðimennska
hverskonar var honum fengsæl - eins
og hann hefði til þess meðfædda hæfi-
leika.
Reikningsglöggur er Jóndi með af-
brigðum og hefur m.a. um áratugi haft
með höndum endurskoðun reikninga
Mjólkurbús Flóamanna, svo og reikn-
inga kirkna og prófastdæmis í Rangár-
þingi svo nokkuð sé nefnt. í félags-
málum hefur Jóndi komið víða við,
stýrði m.a. Búnaðarfélagi Fljótshlíðar
um langt skeið og sat á Búnaðarþingi
um árabil.
Af mörgu er að taka en hér skal loks
nefnd og honum þökkuð forysta í sókn-
arnefnd Breiðarbólsstaðarkirkju í nær
þriðjung aldar, þar sem hann hefur séð
um framkvæmdir og fjárhag kirkjunnar
með alúð og fyrirhyggju. Einnig skal
honum þakkað samstarfið að helgri
þjónustu í Breiðabólsstaðarkirkju þar
sem hann hefur verið meðhjálpari ára-
tugum saman.
Þakklátur er ég Jónda mági mínum
ekki síður fyrir alla samhjálp og sam-
starf í önnum og erli daganna um liðin
ár. Fyrir gott nágrenni, stuðning og
bústofni, þar sem nú stendur góðbýlið skilning, sem aldrei hefur borið skugga
Jóndi íLambey—listamaður Goðasteins 1996
-40-