Goðasteinn - 01.09.1996, Page 46
Goðasteinn 1996
lögsögu, eins og gerast vill, þar sem
ungir og tápmiklir strákar alast upp og
vilja þá verða til margar síldarsmug-
urnar, sem gaman getur verið að leita á,
þegar brjóta þarf upp hefðbundið
munstur hversdagsins. Þá list kunni
Jón, enda sá hann margt með sínum
listamannsaugum, sem öðrum var
hulið.
Jón hefur gaman af að segja frá
þessum prakkarastrikum sínum í
bernsku. En eitt finnst mér einkenna
þessar sögur hans, að uppátæki þeirra
félaga voru aldrei illkvittin og aldrei
rótarleg. Þar gilti þessi létti lífshúmor,
sem mér finnst einkenna hann svo vel.
Ennþá er Jón mikill Húsvíkingur og
Þingeyingur, þó svo hann hafi eytt
stórum hluta af starfsævi sinni hér
suður á flatneskjunni. En hingað sótti
hann líka gæfu sína og styrk, en upp-
runanum gleymir hann aldrei, fjöll-
unum, sjónum, snjónum og vorinu sem
kemur allt í einu sunnan yfir heiðar og
fer ekki fyrr en norðanvindurinn kemur
á haustin lengst norðan af ísbreiðum
norðurskautsins yfir úfið og kalt norð-
urhafið upp að ströndum Islands og
leggur leið sína suður fyrir hálendið á
leið sinni suður í lönd til að herða fólk
og bæta.
Það er á slíkum dögum, sem Jón fer
snemma á fætur og horfir af hlaðinu í
Lambey upp til grösugrar Fljótshlíð-
arinnar eins og Gunnar forðum og
dregur djúpt að sér andann til þess að
finna ferskleikann og svalann, því hann
veit að norðanvindurinn hefur komið
við á Húsavík, litla bænum sem stendur
norður við nyrsta haf.
Rangæingar athugið.
Fannberg sf. hefur boðió alhliða
viðskiptaþjónustu í 15 ár.
Bókhaldsþjónusta
Reikningsskil
Framtalsaðstoð
Fasteignasala
Verslum í heimahéraði
VIÐSKIP TA FRÆÐINGA R
Prúövangi 18 - 850 Hellu
Simi 487 5028 - Fax 487 5128
-44-