Goðasteinn - 01.09.1996, Page 47
Goðasteinn 1996
Benedikt Arnason:
LISTAMAÐURINN
Á uppvaxtarárum mínum í Reykja-
vík var það alltaf gríðarlega spennandi
að fara niður í miðbæ snemma vetrar,
standa þar fyrir framan vissan búðar-
glugga og horfa á bók eina stóra flettast
sjálfkrafa og sjá hverja opnuna eftir
aðra með bráðskemmtilegum
teikningum í litum, sem fylgdu
einhverjum auglýsingum. En ég var
ekki að fara í bæinn til að athuga hvort
ekki væri þarna eitthvað sem mig van-
hagaði um, hafði engan áhuga á Vim
eða Persil eða hvað þetta nú hét allt
saman. Það voru myndirnar, skondnar,
litsterkar og skemmtilegar í formi sem
heilluðu. Eitthvað var öðru vísi, eitt-
hvað sem einhver dularfullur listamað-
ur hafði laðað þarna fram og fékk mig
til að fara ár eftir ár mörgum sinnum á
ári að þessum magnaða gluga.
Tímar Iíða og breytast — bókin
hættir að birtast í glugganum og ég vex
úr grasi og það líður að þeim tíma að
ég fer að kunna að meta Suðurlandið
og fer meira að segja að fara þar inn á
opinberar stofnanir og víða blasa við
formsterk og litadjörf málverk merkt
sínum höfundi, „Jóndi“. En dálæti mitt
á Suðurlandi leiddi til þess að ég og
konan mín, við flytjum hingað í Rang-
árvallasýslu, í Hvolhrepp, og einn dag-
inn, snemma mitt fyrsta vor, er ég
staddur út við afleggjara þegar bíll á
leið út úr stoppar hjá mér og úr honum
stígur rauðbirkinn myndarmaður með
lítið skegg á bláhökunni, og ávarpar
mig: „Vertu velkominn, það er heldur
betur góð sprettan hjá þér“ með svo
sterkum norðlenskum hreim að ég hélt
ég væri í vitlausum landshluta! Það
stafaði ótrúlega mikilli hlýju frá þess-
um manni, Jónda, og sú hlýja hefur
JtflAMNKAtíP/Af
Blaðsíða úr Rafskinnu 1940-50.
Jóndi í Lambey—listamaður Goðasteins 1996
-45-