Goðasteinn - 01.09.1996, Page 48
Goðasteinn 1996
Unnið við landbúnaðarsýningu á
Selfossi árið 1957.
ekki dvínað á þeim tíma sem við höf-
um þekkst. Og þannig er það einnig
með málverkin hans. Þeim mun lengur
sem lifað er með þeim, því vænna þyk-
ir manni um verkin, fínleg og slungin,
djörf og litauðug, allt í senn, auk
kraftsins, svo ekki sé minnst á skop-
skynið, sem er alveg makalaust, sér-
staklega í mörgum teikninga hans.
Hann er barn náttúrunnar og sumum
fer það best að leyfa meðfæddu list-
rænu eðli að ryðja sér farveg og láta
svo ráðast hvernig farnast á glerhálli
braut listarinnar, og miðað við afrakst-
ur og árangur hans í þeirri hálku, er
alveg ótrúlegt að „Jóndi“ er bóndi!
Einhvern tíma vorum við að Lamb-
ey í góðu yfirlæti að skoða myndir og
málverk, þegar ég rak augun í eitthvað
sem mér fannst ég kannast við. „Þetta
er frá því í gamla daga, úr Rafskinnu.
Ég teiknaði í hana myndirnar“ sagði
Jóndi. Vegir þessa lífs eru margslungn-
ir. Þarna sat ég við hliðina á manninum
sem í gegnum list sína hafði vakið hjá
mér þessi hughrif í æsku! Bókin í
glugganum, man ég, hét einmitt Raf-
skinna.
Nokkur lokaorð
— Já, þetta segja þeir sem þekk-
ja Jónda.
Rauðhærði strákurinn sem sleit
barnsskónum á Húsavík, Jón Krist-
insson, flutti suður á land, sem
betur fer, og festi rætur í Fljóts-
hlíðinni. Þökk sé Ragnhildi Svein-
bjarnardóttur frá Breiðabólsstað.
Við megum vera þakklát Jónda
fyrir þann ferska listræna blæ sem
hann bar með sér inn í Rangárþing.
Goðasteinn óskar Jóni Kristinssyni
og fjölskyldu hans alls hins besta
og væntir mikils af hugmynda-
auðgi hans í framtíðinni, um leið
og við þökkum honum framlag sitt
til að gera þetta rit ásjálegra en ella
með myndum eftir sig á forsíðu og
með undanfarandi greinum. Heil!
sé Jónda!
Ritnefnd
Jóndi í Lambey—listamaður Goðasteins 1996
-46-