Goðasteinn - 01.09.1996, Page 49
Goðasteinn 1996
Kristinn Helgason:
Margrét Þorsteinsdóttir á Rauðs-
bakka og embættismennirnir
Á árinu 1890 bjó á Rauðsbakka
undir Eyjafjöllum Margrét Þorsteins-
dóttir með 4 ungum börnum. Einnig
var á heimilinu faðir hennar, Þorsteinn
Jónsson, á níræðisaldri,
og hafði þá verið blindur
í mörg ár.
Þann 27. janúar árið
1883 gerðu Þorsteinn og
kona hans Ingveldur
gjafagerning, þar sem
segir að þau hjónin gefi
og afhendi Margréti dótt-
ur sinni allar eigur sínar
dauðar og lifandi með
þeim skilyrðum að hún
annist þau það sem eftir
er ævi þeirra. Þessi gjörningur var
undirritaður af þeim hjónum og
Margréti dóttur þeirra ásamt vottunum,
Sveini Sveinssyni og Jakobi
Bjarnarsyni. Þorsteinn sagði síðar að
hreppstjórinn, Jón Hjörleifsson, í Eystri
Skógum, hefði aðstoðað við að gera
gerning þennan.
Eignirnar kyrrsettar
Það gerðist svo 7 árum síðar, seint á
árinu 1890, að harðvítug málaferli
hófust í Austur-Eyjafjallahreppi, m.a.
um spýtnatöku á fjörum. Inn í þessi
málaferli flæktist Þorsteinn, faðir Mar-
grétar, sem átti að hafa verið viðriðinn
töku af fjörum þótt blindur væri.
Nú hafði verið höfðað sakamál á
hendur 20 manns í hrepp-
num og til þess að tryggja
greiðslu þessa fólks á
hugsanlegum sakarkostn-
aði framkvæmdi Jón
Hjörleifsson hreppstjóri
samkvæmt skipun sýslu-
manns, Páls Briem, kyrr-
setningu hjá sakborning-
unum. Það var 29. apríl
1891 að hreppstjórinn
kemur að Rauðsbakka og
kyrrsetur smiðjuhús, hest-
hús og fleira sem hreppstjórinn taldi í
eigu Þorsteins, föður Margrétar, en var
eign Margrétar samkvæmt gerningnum
áðurnefnda. Einnig var Margrét talin
húsráðandi í öllum húsvitjunarbókum
Austur-Eyjafjallahrepps eftir 1883.
Þessi kyrrsetning hreppstjórans
hefur komið Margréti á óvart og hún
ekki vitað þá að verið var að brjóta lög
á henni. Það var ekki löglegt að kyrr-
setja eigur hennar til lúkningar á vænt-
anlegum málskostnaði föður hennar,
sem ekkert átti í því sem kyrrsett var.
Þrátt fyrir að Þorsteinn sendi gjafagern-
-47-