Goðasteinn - 01.09.1996, Page 50
Goðasteinn 1996
inginn með bréfi til amtsins á árinu
1893, lætur amtið sem það hafi hvorki
heyrt hann né séð.
A þessum tímum vissi almenningur
lítið hvað hegningarlög voru, hver rétt-
ur fólks var og skyldur. Allt þetta saka-
mál varð mjög langdregið í héraði og
raunar líka í Landsyfirrétti en þar var
héraðsdómur yfir þessum blinda manni
lækkaður úr 8 daga fangelsi í 20 króna
sekt.
Er hér var komið málum var nýr
sýslumaður kominn í Rangárvallasýslu,
Magnús Torfason, og kom í hans hlut
að innheimta skuldir sakborninganna,
sem gekk heldur treglega, þrátt fyrir
harðfylgi Magnúsar sýslumanns.
Uppboð
Um vorið 1896 auglýsir Jón hrepp-
stjóri uppboð á þeim hlutum, sem
kyrrsettir voru á Rauðsbakka 5 árum
áður, til lúkningar á málskostnaði
Þorsteins þar sem hann hafði enn ekki
greitt það sem hann var talinn skulda.
A uppboðið lögðu leið sína margir
sveitungar Rauðsbakkafólksins. Hóf
svo hreppstjóri uppboðið, en þá gerist
það að enginn býður í það sem í boði
var heldur þögðu allir viðstaddir. Þetta
varð til þess að hreppstjórinn varð að
fresta uppboðinu.
Það má alveg gera því skóna að um
þessar mundir hafi Margrét verið farin
að huga alvarlega að aðgerðum
sýslumanns og hreppstjóra varðandi
söluna á eignum hennar. Margrét
ákveður nú með góðra manna hjálp að
skrifa Magnúsi Torfasyni tvö bréf. 1
öðru bréfinu mótmælir hún kyrrsetn-
ingu eigna sinna, en í hinu segist hún
óska þess að hann skipi sér „tilsjónar-
mann, til að vera í ráðum með mér þar
sem svona er leitað á mig hvað eigur
mínar áhrærir og nefni ég til þess herra
Einar Einarsson Bjólu, Asahreppi“,
eins og segir í bréfinu. Með bréfinu
fylgdi miði frá Einari þar sem hann
samþykkir að vera talsmaður hennar ef
til kæmi.
Þessu svarar Magnús sýslumaður
þannig:
„Ut af tveimur bréfum viðvíkjandi
sölu á kyrrsettum eigum Þorsteins
föður yðar, og útnefningu á tilsjónar-
manni yðar gegn sölunni, eru [rök
yðar] alveg einskisverð, enda hefur
amtmaðurinn yfir Suðuramtinu og
Vesturamtinu munnlega tjáð mér að
þau geti ekki komið til greina.
Tilsjónarmann er ómögulegt að út-
vega yður, kvenmanni á sextugs aldri.“
Margrét var orðin 51 árs er hér var
komið sögu. Þannig var álit embættis-
manna á konum sem komnar voru yfir
fimmtugs aldur. Það eru innan við 100
ár síðan þessi hugsunarháttur var við
lýði.
Annað uppboð
Það næsta sem gerist í máli Mar-
grétar var að Magnús sýslumaður
auglýsir uppboð 24. ágúst 1896 til
lúkningar á málskostnaði Þorsteins
Jónssonar, og ef ekki fengist hæfilegt
boð verði húsin rifin og flutt úr hrepp-
num og seld á opinberu uppboði.
Uppboðið fór svo fram á tilsettum degi
48