Goðasteinn - 01.09.1996, Síða 55
Goðasteinn 1996
Sigurður J. Haraldsson frá Tjörnum:
Milliferðir og suðurrekstur
Sextíu og fimm ár eru ekki langur
tími í sögu þjóðar. Þau kunna þó, ef
grannt er skoðað, að geyma stærri og
fyrirferðarmeiri þátt sögulegra
viðburða en margar aldir
í annan tíma.
A síðustu sextíu og
fimm árum hafa þannig
orðið meiri breytingar og
umbyltingar í íslensku
þjóðlífi en á margra alda
tímabili áður. Verður hér
á eftir sagt frá atburðum,
sem gerðust á haust-
dögum 1931, voru þá
eðlilegur og sjálfsagður
hluti lífsins og starfsins í
sunnlenskri sveit, en þættu nú trúlega
ekki við hæfi á tímum hraða, tækni og
óþreyju.
Störf sumarsins höfðu gengið til
með líkum hætti og flest önnur sumur
frá landnámstíð. Heyja var aflað með
handverkfærum, orfi og hrífu, en síðan
flutt heim í garð á hestum.
A æskuheimili mínu, Tjörnum í
Vestur-Eyjafjallahreppi, var allstórt tún
á þess tíma mælikvarða, sem gaf af sér
nægilegt hey fyrir kýrnar, en heyskap
fyrir annan fénað varð að sækja að.
Hann var sóttur í næstu sveit, að
Hólmum og Önundarstöðum í Austur-
Landeyjum. Yfir stórt vatnsfall var að
fara, sem var kvísl úr Markarfljóti, í
daglegu tali nefndir Álar, og að vatns-
magni til oft engu minna en Fljótið
sjálft. Slíkir heyflutningar voru erfiðir
og áfallasamir langa leið,
ekki síst vegna Álanna.
Sögumaður var á þessum
tíma 12 ára gamall, en
nokkuð bráðþroska, og
var þetta sumar hans
fyrsta sem „milliferða-
manns“ með heybands-
lestina þegar reitt var
heim úr Landeyjunum, en
venjulega voru tíu hross í
lestinni.
Mjög þurfti að vanda
allan umbúnað á hrossunum, því
forðast varð sem unnt var að aflaga
færi á leiðinni, ekki síst vegna þess að
aðeins var einn milliferðarmaður og
ekki aðstoð að fá eftir að fólkið í
teignum var yfirgefið. Fátítt var að stór
óhöpp yrðu við þessa flutninga. Þó er
sögumanni eitt atvik sérstaklega minn-
isstætt. Leiðin lá framhjá bæjunum
Hólmahjáleigu og Bakka, en nokkuð
austan við bæinn á Bakka var dálítill
mýrarlækur sem fara þurfti yfir. Allgott
vað var á læknum, sem kallað var
Bakkavöðull.
Svo vildi til í einni ferðinni að ung
meri, sem var í miðri lest, hrasaði
-53-