Goðasteinn - 01.09.1996, Page 56
Goðasteinn 1996
þarna í Vöðlinum og annar heybagginn
hrökk upp af klakknum og féll í
lækinn. Nii var útilitið ekki bjart hjá
hinum unga ferðamanni. Heysátan sem
uppi hékk hafði snarað reiðingnum út í
hliðina á merinni svo að auði klakk-
urinn var sem næst á miðjum hrygg og
vísaði beint upp til himins, en sátan
sem niður féll orðin blaut og þung í
læknum þannig að ekki var auðvelt eða
árennilegt að koma henni aftur á
klakkinn. Ekki var þó um annað að
ræða en reyna til þrautar að koma
bagganum upp. Og nú fór sem oft
endranær að líkn leggst með þraut,
þegar neyðin er stærst þá er hjálpin
næst. Til vandræða minna hafði sést frá
Bakka, og Björn Loftsson, einn bróð-
irinn úr systkinahópnum þar, kom mér
þarna til hjálpar. Var það hvorki í fyrsta
né síðasta sinn, sem það mikla mann-
kostafólk rétti fram hjálparhönd sína tii
okkar nágranna þess.
Kalla má að sögumaður hafi þetta
sumar gengið í gegnum sína mann-
dómsvígslu, til þess að verða tækur
liðsmaður í amstri daganna. Þannig
hafði þetta gengið til öll þau sumur
sem vitneskja þessa tíma náði. Og nú
var sumarverkum lokið og komið
haust. Fjallferð var nýlokið og
undirbúningur hafinn að „suðurrekstri“
fjár til slátrunar.
Suðurrekstur
Það var í daglegu tali jafnan nefnt
„að reka suður“ þegar rætt var um að
fara með sláturféð til Reykjavíkur,
enda ætíð talað um að fara suður til
Reykjavíkur, þótt áttin væri raunar
ofurlítið norðan við vestur. Venja var
að nokkrir bændur höfðu samvinnu um
að reka, var hæfilegt talið að hafa 500-
600 kindur í hverjum rekstri, ella þótti
reksturinn verða of þungur.
Þetta haust, 1931, hafði orðið sam-
komulag milli Tjarnabænda, þeirra
Haraldar föður míns, Einars Jónssonar
bónda á Tjörnum II og Kristjáns Olafs-
sonar bónda á Seljalandi, að sameinast
um rekstur. Var þá ætlunin að taka fé af
tveimur öðrum bændum í hópinn fyrir
hæfilegt gjald. Sem rekstrarmenn voru
valdir auk undirritaðs: Einar Jónsson á
Tjörnum og Magnús Kristjánsson á
Seljalandi. Einar var sjálfkjörinn
rekstrarstjóri þar sem við Magnús
vorum báðir barnungir og óreyndir,
Magnús ári eldri en ég eða 13 ára; en
við Magnús höfðum þá fyrir skömmu
farið saman í okkar fyrstu afréttar-
smölun á Stakkholti.
Gert var ráð fyrir að gangan „suður“
tæki sjö daga.
Fyrsti dagurinn
Lagt var af stað, með nesti og nýja
skó líkt og í ævintýrunum, ríðandi
fyrsta áfangann og höfðum þá aðstoð
heimafólks. Frá Tjörnum héldum við
upp með Markarfljóti vestanverðu, þar
til er kom móts við Seljalandsmúla, en
þar hittum við austanfljótsmenn, sem
höfðu rekið féð yfir Fljótið vestur af
Múlanum. í hópi austanmanna voru
auk fólks frá Seljalandi, bændur frá
Helgusöndum, Efri-Rotum og Selja-
landsseli, sem höfðu komið fé sínu í
-54-